Handbolti

Erfið staða hjá FH eftir tap á heimavelli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH.
Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH. vísir/vilhelm
FH er í erfiðum málum í annarri umferð EHF bikarsins eftir fimm marka tap á heimavelli í fyrri leik sínum við norska liðið Arendal.

Gestirnir voru ekki lengi að taka undirtökin í leiknum, FH var yfir 2-1 en eftir 10 mínútur var staðan orðin 5-3 fyrir þeim norsku.

Norðmennirnir voru mun sterkari og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 11-18 fyrir Arendal.

FH byrjaði seinni hálfleikinn ekki af þeim krafti sem hefða þurft og þegar hann var hálfnaður þá var munurinn orðinn níu mörk, 16-25.

Á síðustu mínútum náði FH aðeins að laga stöðuna og lauk leiknum með fimm marka tapi, 25-30.

Ásbjörn Friðriksson var markahæstur í liði FH með 6 mörk og Ágúst Birgisson skoraði 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×