Frístundakort upp í skuld Kolbrún Baldursdóttir skrifar 7. október 2019 07:00 Til þess að gera öllum börnum kleift að stunda tómstundastarf gefur Reykjavíkurborg út frístundakort. Þessi kort má nota til að niðurgreiða kostnað vegna tómstundastarfs og er 50.000 krónur. Þannig er frístundakortinu ætlað að tryggja börnum efnaminni fjölskyldna aðgang að skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Upphæðin er reyndar of lág til að dekka að fullu námskeið allt að 10 vikum en sú tímalengd er eitt af skilyrðum fyrir notkun kortsins. Foreldrar greiða mismuninn, þ.e. þeir foreldrar sem það geta. Börn foreldra sem ekki geta greitt mismuninn geta ekki sótt svo dýr og löng námskeið. Hugsunin með frístundakortinu var engu að síður sú að jafna stöðu barna og gefa þeim tækifæri til íþrótta- og tómstundaiðkunar óháð efnahag foreldra. Í framkvæmd er þó raunin önnur. Árið 2009 var tillaga VG samþykkt að unnt yrði að greiða fyrir frístundaheimili með frístundakorti jafnvel þótt það samræmdist ekki tilgangi kortsins. Reykjavík veitir fátækum foreldrum fjárhagsaðstoð til þess að greiða niður ýmsan kostnað skv. reglum um fjárhagsaðstoð. Til að eiga rétt á fjárhagsaðstoð setur borgin það sem skilyrði að réttur til frístundakortsins sé fyrst nýttur til að greiða gjaldið eða skuldina ef því er að skipta. Þar með er tekið af barninu tækifærið til að nota kortið í tómstundastarf. Þessi tilhögun bitnar mest á efnaminni fjölskyldum sem eiga í erfiðleikum með að greiða fyrir dvöl barns síns á frístundaheimili og eru því tilneydd að grípa til frístundakortsins í þeim tilgangi. Það á ekki að girða fyrir tómstundaiðkun barna af fjárhagslegum ástæðum. Flokkur fólksins leggur til að fjárhagsaðstoð verði veitt óháð því hvort frístundakort barns er nýtt og að kortið sé einungis nýtt í þeim tilgangi sem því var ætlað. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð og fjölbreytni í tómstundastarfi. Að spyrða rétt barns til frístundakorts við umsókn foreldra um fjárhagsaðstoð og skuldaskjól eða nota það sem gjaldmiðil upp í greiðslu vegna nauðsynlegrar dvalar barns á frístundaheimili er brot á rétti barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Til þess að gera öllum börnum kleift að stunda tómstundastarf gefur Reykjavíkurborg út frístundakort. Þessi kort má nota til að niðurgreiða kostnað vegna tómstundastarfs og er 50.000 krónur. Þannig er frístundakortinu ætlað að tryggja börnum efnaminni fjölskyldna aðgang að skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Upphæðin er reyndar of lág til að dekka að fullu námskeið allt að 10 vikum en sú tímalengd er eitt af skilyrðum fyrir notkun kortsins. Foreldrar greiða mismuninn, þ.e. þeir foreldrar sem það geta. Börn foreldra sem ekki geta greitt mismuninn geta ekki sótt svo dýr og löng námskeið. Hugsunin með frístundakortinu var engu að síður sú að jafna stöðu barna og gefa þeim tækifæri til íþrótta- og tómstundaiðkunar óháð efnahag foreldra. Í framkvæmd er þó raunin önnur. Árið 2009 var tillaga VG samþykkt að unnt yrði að greiða fyrir frístundaheimili með frístundakorti jafnvel þótt það samræmdist ekki tilgangi kortsins. Reykjavík veitir fátækum foreldrum fjárhagsaðstoð til þess að greiða niður ýmsan kostnað skv. reglum um fjárhagsaðstoð. Til að eiga rétt á fjárhagsaðstoð setur borgin það sem skilyrði að réttur til frístundakortsins sé fyrst nýttur til að greiða gjaldið eða skuldina ef því er að skipta. Þar með er tekið af barninu tækifærið til að nota kortið í tómstundastarf. Þessi tilhögun bitnar mest á efnaminni fjölskyldum sem eiga í erfiðleikum með að greiða fyrir dvöl barns síns á frístundaheimili og eru því tilneydd að grípa til frístundakortsins í þeim tilgangi. Það á ekki að girða fyrir tómstundaiðkun barna af fjárhagslegum ástæðum. Flokkur fólksins leggur til að fjárhagsaðstoð verði veitt óháð því hvort frístundakort barns er nýtt og að kortið sé einungis nýtt í þeim tilgangi sem því var ætlað. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð og fjölbreytni í tómstundastarfi. Að spyrða rétt barns til frístundakorts við umsókn foreldra um fjárhagsaðstoð og skuldaskjól eða nota það sem gjaldmiðil upp í greiðslu vegna nauðsynlegrar dvalar barns á frístundaheimili er brot á rétti barnsins.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun