Handbolti

Engir nýliðar í hópi Guðmundar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson. vísir/epa
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi í dag 19 manna hóp fyrir komandi leiki gegn Svíum í mánuðinum.

Fjórir leikmenn, sem hafa átt fast sæti í hópnun, eru meiddir og geta því ekki tekið þátt. Þetta eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Ómar Ingi Magnússon og Ólafur Gústafsson.

Hópurinn kemur saman þann 21. október en fer til Svíþjóðar þremur dögum síðar. Fyrri leikurinn er þann 25. október í Kristianstad en seinni leikurinn tveimur dögum síðar í Karlskrona. Leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðsins fyrir EM sem hefst í janúar.

Hópurinn:

Markmenn:

Ágúst Elí Björgvinsson, IK Sävehof 29/0

Grétar Ari Guðjónsson, Haukar 7/0

Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 7/0

Vinstra horn:

Bjarki Már Elísson, Lemgo 61/136

Vinstri skytta:

Aron Pálmarsson, Barcelona 139/545

Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad 113/207

Leikstjórnendur:

Elvar Örn Jónsson, Skern 24/74

Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kiel 21/28

Haukur Þrastarsson, Selfoss 10/9

Janus Daði Smárason, Aalborg Håndbold 35/41

Hægri skytta:

Kristján Örn Kristjánsson, ÍBV 5/11

Teitur Einarsson, IFK Kristianstad 16/15

Hægra horn:

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HC 105/311

Sigvaldi Guðjónsson, Elverum 18/31

Línumenn:

Arnar Freyr Arnarsson, GOG 45/65

Elliði Snær Viðarsson, ÍBV 4/3

Sveinn Jóhannsson, Sönderjyske 5/14

Ýmir Örn Gíslason, Valur 31/14

Varnarmenn:

Daníel Þór Ingason, Esbjerg 30/9




Fleiri fréttir

Sjá meira


×