Viðskipti erlent

WOW air frestar fyrstu ferðum til desember

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Michele Ballarin mætti með fjólulbláan varalit og augnskugga á blaðamannafundinn í upphafi september.
Michele Ballarin mætti með fjólulbláan varalit og augnskugga á blaðamannafundinn í upphafi september. Vísir/Baldur
Michele Ballarin,  stjórnarformaður USAerospace Associates LLC,  segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. Allt verði komið á fullt hjá flugfélaginu í desember. Þetta kemur fram hjá vefmiðlinum FlightGlobal sem vísar í svör Ballarin við fyrirspurn miðilsins.

Ballarin boðaði til blaðamannafundar á Hótel Sögu þann 6. september og kynnti áform um endurreisn WOW air. Þá sagði hún planið að hefja miðasölu í vikunni á eftir og að jómfrúarflugið yrði í október. Ekkert hefur frést af miðasölu síðan fyrr en nú.

Eins og Vísir greindi frá hefur Ballarin keypt eignir úr þrotabúi WOW air fyrir fimmtíu milljónir króna. 

Í frétt FlightGlobal kemur fram að Ballarin svari engum upplýsingum um leiðarkerfi eða áætlanir flugfélagsins. Raunar hafi engin frekari svör fengist en áætlaðar tímasetningar eins og fram hefur komið.

„WOW air ætlar að vera komið á fullt í desember eftir að miðar fara á sölu í nóvember,“ segir í yfirlýsingunni frá USAerospace sem Ballarin er í forsvari fyrir.

Vísað er til breytinga á flugvélamarkaðnum undanfarnar vikur sem hafi gert það að verkum að USAerospace sé að endurmeta möguleika sína með hagsmuni hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi. Meðal lággjaldaflugfélaga sem hafa horfið af markðanum undanfarið má nefna Thomas Cook, XL Airways í Frakklandi og Adria Airways.

Talsmaður Dulles flugvallar í Washington tjáði FlightGlobal að fulltrúar flugvallarins hefðu fundað með forsvarsmönnum hins endurreista WOW air í ágúst. Síðan þá hefði ekkert heyrst frá þeim.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,15
11
38.105
HAGA
2,41
10
263.415
REGINN
1,58
7
459.461
SJOVA
1,4
11
121.916
LEQ
1,33
2
518

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,94
10
182.919
SKEL
-1,92
1
306
MAREL
-1,12
17
251.703
SIMINN
-0,78
4
68.241
ARION
-0,19
29
918.872
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.