Handbolti

Álaborg styrkti stöðuna á toppnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Janus Daði í leik með Álaborg.
Janus Daði í leik með Álaborg. vísir/getty
Danmerkurmeistarar Álaborgar styrktu stöðu sína á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Holstebro á útivelli í kvöld.

Álaborg vann leikinn 27-25 eftir að hafa verið 10-14 yfir í hálfleik.

Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk fyrir Álaborg og átti fjórar stoðsendingar.

Álaborg hefur nú unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni, hinn endaði með jafntefli, og situr liðið á toppnum með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×