Körfubolti

KR og Val spáð sigri í Domino's deildunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ef spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í Domino's deildunum rætist verja KR og Valur Íslandsmeistaratitla sína.
Ef spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í Domino's deildunum rætist verja KR og Valur Íslandsmeistaratitla sína. vísir/daníel
Íslandsmeisturum KR og Vals er spáð sigri í Domino's deildunum í körfubolta í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna. Spá þeirra var kynnt á veitingastaðnum Hard Rock í dag.

KR fékk fimm stigum meira en Stjarnan í spánni í Domino's deild karla.

Í spánni í Domino's deild kvenna fékk Valur 224 stig af 228 mögulegum. KR fékk næstflest stig, eða 194.

Nýliðum Fjölnis og Þórs Ak. er spáð falli í Domino's deild karla. ÍR, silfurlið síðasta tímabils, er spáð 10. sætinu og Þór Þ., sem komst í undanúrslit á síðasta tímabilinu, er spáð því níunda.

Breiðabliki er spáð falli úr Domino's deild kvenna. Breiðablik fékk 39 stig, einu stigi minna en Skallagrímur. Keflavík og Haukar fylgja Val og KR í úrslitakeppnina ef spái rætist.

Hamri er spáð sigri í 1. deild karla og Njarðvík í 1. deild kvenna.

KR og Stjarnan fengu jafn mörg stig (135) í spá fjölmiðlafólks í Domino's deild karla. Valur fékk 140 stig af 144 stigum mögulegum í spá fjölmiðlafólks í Domino's deild kvenna.

Keppni í Domino's deild kvenna hefst á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn hefst svo Domino's deild karla.

Spá formanna, þjálfara og fyrirliðaDomino's deild karla:

KR 329

Stjarnan 324

Tindastóll 269

Njarðvík 251

Grindavík 206

Haukar 195

Keflavík 181

Valur 172

Þór Þ. 129

ÍR 93

Fjölnir 68

Þór Ak. 45

Mest var hægt að fá 348 stig en minnst 29 stig.

Domino's deild kvenna:

Valur 224

KR 194

Haukar 128

Keflavík 120

Snæfell 80

Grindavík 47

Skallagrímur 40

Breiðablik 39

Mest var hægt að fá 228 stig en minnst 19 stig.

1. deild karla:

Hamar 254

Höttur 196

Breiðablik 179

Vestri 136

Álftanes 127

Selfoss 72

Sindri 65

Skallagrímur 63

Snæfell 31

Mest var hægt að fá 264 stig en minnst 22 stig.

1. deild kvenna:

Njarðvík 186

Fjölnir 176

Tindastóll 132

ÍR 106

Keflavík B 80

Grindavík B 64

Hamar 28

Mest var hægt að fá 216 stig en minnst 18 stig.

Spá fjölmiðlafólksDomino's deild karla:

KR 135

Stjarnan 135

Tindastóll 103

Haukar 100

Njarðvík 94

Valur 92

Grindavík 86

Keflavík 67

Þór Þ. 44

ÍR 41

Fjölnir 25

Þór Ak. 14

Mest var hægt að fá 144 stig en minnst tólf stig.

Domino's deild kvenna:

Valur 140

KR 122

Keflavík 92

Haukar 64

Snæfell 61

Grindavík 31

Breiðablik 21

Skallagrímur 21

Mest var hægt að fá 144 stig en minnst tólf stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×