Körfubolti

Vandræðalaust hjá Val gegn Keflavík í Meistarakeppni KKÍ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helena Sverrisdóttir átti góðan leik í kvöld.
Helena Sverrisdóttir átti góðan leik í kvöld. vísir/daníel
Valur rúllaði yfir Keflavík, 105-81, í Meistarakeppni KKÍ en Valsstúlkur urðu þrefaldir meistarar á síðustu leiktíð og bættu því fjórða bikarnum við í kvöld.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum. Heimastúlkur voru sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en leikið var í Origo-höllinni í kvöld.

Þreföldu meistararnir leiddu svo með ellefu stigum er liðin gengu til búningsherbergja, 53-42, en þær gerðu svo út um leikinn í þriðja leikhlutanum.

Valur vann þriðja leikhlutann 27-8 og náði afar góðu forskoti sem Keflavík náði aðeins að laga í fjórða leikhlutanum. Lokatölur 105-81.

Kiana Johnson gerði fjórtán stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar fyrir Val. Helena Sverrisdóttir skoraði einnig fjórtán stig en hún tók svo þrettán fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Daniela Wallen Morillo var mögnuð í liði Keflavíkur. Hún skoraði 36 stig og tók sjö fráköst en næst kom Anna Ingunn Svansdóttir með tíu sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×