Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2019 09:00 Lovísa Anna og Unnur María Pálmadætur, þó ekki sama Pálma. Lovísa Anna Pálmadóttir og Unnur María Pálmadóttir hittust í hlíðum Helgafells í byrjun sumars. Nokkrum vikum síðar voru þær búnar að stofna markaðsstofuna Kvartz. Unnur María tekur strax fram að þær Pálmadætur, sem hafa unnið saman að ýmsum tegundum auglýsinga og viðburða hvort á sínum vinnustaðnum undanfarin ár, séu ekki systur. „Við erum miklar fjallageitur báðar og hittumst bókstaflega upp á miðju Helgafelli í byrjun sumars. Hún á leiðinni niður og ég upp. Á Helgafellinu hófst svo spjallið og mjög fljótlega þróaðist hugmyndin að Kvartz. Við höfum svo unnið að því síðastliðna mánuði að byggja fyrirtækið upp og koma okkur fyrir með skrifstofu í Skipholti,“ segir Unnur María. „Okkur finnst vanta að fleiri konur taki af skarið og láti verða að því að stofna sitt eigið og komi hugmyndum sínum í framkvæmd,“ segir Unnur María. Reynsla frá 365, Árvakri, Bestseller og Te&kaffi Unnur starfaði í auglýsingum hjá 365 áður en hún færði sig yfir til Árvakurs. Lovísa hefur starfað sem markaðsstjóri Bestseller og nú síðast hjá Te og kaffi. „Við vonumst vissulega til að ungar konur líti til fyrirtækja eins og Kvartz og að það veiti þeim innblástur. Kvartz tekur ekki bara að sér að aðstoða fyrirtæki við markaðssetningu á vörum og þjónustu heldur einnig skipulagningu og stjórnun viðburða. Hvort sem um er að ræða litla viðburði fyrir starfsfólk eða viðskiptavini, eða stærri viðburði fyrir neytendur.“ Þær telja vera rými á markaðnum hér heima fyrir markaðsstofu á borð við þeirra. „Þar sem hægt er að leita til aðila sem kemur inn í eininguna þína í þeim tilgangi að greina, útfæra og framkvæma verkefnin en í leiðinni þjálfa starfsfólk og innviði í því að taka við og viðhalda þeim verkefnum sem komið hefur verið í framkvæmd.“ Lovísa og Unnur eru engir nýgræðingar á þessum markaði en þær hafa báðar starfað við markaðsmál og viðburðastjórnun undanfarin 15 ár. Þær finna fyrir meðbyr og horfa björtum augum fram á veginn. Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Lovísa Anna Pálmadóttir og Unnur María Pálmadóttir hittust í hlíðum Helgafells í byrjun sumars. Nokkrum vikum síðar voru þær búnar að stofna markaðsstofuna Kvartz. Unnur María tekur strax fram að þær Pálmadætur, sem hafa unnið saman að ýmsum tegundum auglýsinga og viðburða hvort á sínum vinnustaðnum undanfarin ár, séu ekki systur. „Við erum miklar fjallageitur báðar og hittumst bókstaflega upp á miðju Helgafelli í byrjun sumars. Hún á leiðinni niður og ég upp. Á Helgafellinu hófst svo spjallið og mjög fljótlega þróaðist hugmyndin að Kvartz. Við höfum svo unnið að því síðastliðna mánuði að byggja fyrirtækið upp og koma okkur fyrir með skrifstofu í Skipholti,“ segir Unnur María. „Okkur finnst vanta að fleiri konur taki af skarið og láti verða að því að stofna sitt eigið og komi hugmyndum sínum í framkvæmd,“ segir Unnur María. Reynsla frá 365, Árvakri, Bestseller og Te&kaffi Unnur starfaði í auglýsingum hjá 365 áður en hún færði sig yfir til Árvakurs. Lovísa hefur starfað sem markaðsstjóri Bestseller og nú síðast hjá Te og kaffi. „Við vonumst vissulega til að ungar konur líti til fyrirtækja eins og Kvartz og að það veiti þeim innblástur. Kvartz tekur ekki bara að sér að aðstoða fyrirtæki við markaðssetningu á vörum og þjónustu heldur einnig skipulagningu og stjórnun viðburða. Hvort sem um er að ræða litla viðburði fyrir starfsfólk eða viðskiptavini, eða stærri viðburði fyrir neytendur.“ Þær telja vera rými á markaðnum hér heima fyrir markaðsstofu á borð við þeirra. „Þar sem hægt er að leita til aðila sem kemur inn í eininguna þína í þeim tilgangi að greina, útfæra og framkvæma verkefnin en í leiðinni þjálfa starfsfólk og innviði í því að taka við og viðhalda þeim verkefnum sem komið hefur verið í framkvæmd.“ Lovísa og Unnur eru engir nýgræðingar á þessum markaði en þær hafa báðar starfað við markaðsmál og viðburðastjórnun undanfarin 15 ár. Þær finna fyrir meðbyr og horfa björtum augum fram á veginn.
Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira