Lífið kynningar

Fengu íbúa heillar götu í lið með sér í stríðinu gegn plasti

Stöð 2 kynnir

Stöð 2 sýnir á sunnudaginn þáttinn War on Plastic with Hugh and Anita. Um er að ræða fyrsta þátt af þremur en hann verður sýndur klukkan 20:25 eða strax á eftir fyrsta þættinum í þriðju seríunni af Leitinni að upprunanum með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur.

Óheyrilega mikið af plastúrgangi fer í hafið okkar á hverri mínútu. Þættir eins og Blue Planet og Drowning in Plastic hafa veitt okkur innsýn inn í þessa mengun og þau hrikalegu áhrif sem hún hefur á lífríki plánetunnar okkar.

Hugh og Anita kanna hvaðan allt þetta plastmagn kemur og hvað hvert eitt og einasta okkar getur gert til að snúa þessari ógnvænlegu þróun við. Þau skora á fyrirtæki að sýna ábyrgð með því að draga úr plasti í vörum sínum og spyrja stjórnvöld hvað þau séu að gera til þess að efla endurvinnslu og minnka plastframleiðslu.

Að auki skora þau á heila götu í Bristol að draga úr heimilisplastneyslu á fjórum mánuðum í þeirri viðleitni að leiða íbúa í ljós um það sé í raun ekki eins erfitt og í fyrstu sýnist að leggja sitt af mörkum til að sporna gegn þessum náttúruhamförum af mannavöldum.

Þriðjungur plastumbúða sem fellur til á heimilum í Bretlandi kemur frá tíu stærstu verslunarkeðjunum þar í landi, rúmlega 800.000 tonn á ári. Bretar kaupa átta milljónir vatnsflaskna á ári en það tekur hverja flösku um 450 ár að brotna niður í náttúrunni.

Anita og Hugh spyrja af hverju við þurfum að kaupa allt þetta vatn í plasti þegar um helmingur alls plasts sem framleitt er í Bretlandi endar í rangri ruslafötu. Flokkun er ábótavant og fræðsla er nauðsynleg til þess að upplýsa samfélagið um það hvernig flokka skuli í tunnurnar.

Hugh og Anita eru staðráðin í að benda á það sem betur má fara í þessum málum og segja plastinu stríð á hendur.

Stöð 2 sýndi áður heimildarþættina Hugh‘s War on Waste sem slógu í gegn hjá áhorfendum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.