Handbolti

Tæplega fimm þúsund daga bið á enda hjá handboltaliði Þórs

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórsarar hefja leik í kvöld.
Þórsarar hefja leik í kvöld. mynd/twitter-síða þórs/hannes pétursson

Handknattleiksdeild Þórs leikur í kvöld sinn fyrsta leik í meistaraflokki síðan 22. apríl árið 2006 undir nafni Þórs.

Þrettán ár eru síðan, eða 4899 dagar, en KA og Þór léku undir merkjum Akureyrar frá 2006 til lok tímabilsins 2017.

KA ákvað þá að hætta samstarfinu en Þór hefur leikið undir merkjum Akureyrar síðustu tvö tímabil. Nú heita þeir hins vegar Þór á nýjan leik.
Fyrsti leikur Þórs í allan þennan tíma er leikur gegn U-liði FH-inga en liðin mætast í Grill 66-deildinni, næst efstu deild, í Kaplakrika í kvöld.

Flautað verður til leiks klukkan 20.00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.