Viðskipti innlent

Anna Gunn­hildur, Ingi­björg og Sylvía Ólafs­­dætur hefja störf hjá Eflingu

Atli Ísleifsson skrifar
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir og Sylvía Ólafsdóttir.
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir og Sylvía Ólafsdóttir. Efling
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir og Sylvía Ólafsdóttir hafa allar hafið störf á skrifstofu Eflingar – stéttarfélags. Í tilkynningu frá félaginu segir að með ráðningum sé verið að einfalda skiptingu á verkefnum eftir sviðum og að styrkja hlutverk sviðsstjóra.Anna Gunnhildur tekur við starfi sviðsstjóra Félags- og þróunarsviðs stéttarfélagsins Eflingar.„Með skipulagsbreytingum innan stéttarfélagsins hefur sviðið með höndum virkjun félagsmanna, fræðslu- og kynningarmál.Anna Gunnhildur gegndi áður starfi framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Þar áður starfaði hún hjá Reykjavíkurborg, lengst af á skrifstofu borgarstjóri og borgarritara.  Hún er með diplomu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ, meistaragráðu í viðskiptum og stjórnun með áherslu á mannauðsmál frá HR, BA gráðu í íslenskum fornbókmenntum og fjölmiðlafræði og diplomu í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ.Sylvía Ólafsdóttir hefur tekið við starfi sviðsstjóra Kjaramálasviðs. Með skipulagsbreytingum innan stéttarfélagsins hefur sviðið með höndum launakröfur fyrir félagsmenn og aðstoð vegna réttindamála.Sylvía starfaði áður sem lögfræðingur og verkefnastjóri á fjármála- og rekstrarsviði Sjúkratrygginga Íslands og í alþjóðadeild sömu stofnunar. Þar áður starfaði hún sem verslunarstjóri hjá Samkaupum hf. Hún hefur einnig setið í stjórnum ýmissa félaga og nefnda og er virk í sjálfboðaliðastörfum. Hún er með ML gráðu í lögfræði, MA gráðu í skattarétti, B.Sc gráðu í viðskiptalögfræði og diplóma í samningatækni og sáttamiðlun.Ingibjörg Ólafsdóttir hefur tekið við starfi sviðsstjóra Þjónustusviðs Eflingar sem sinna mun öllum þjónustutengdum erindum félagsmanna. Ingibjörg gegndi áður starfi sviðsstjóra á sviði starfsendurhæfingar Eflingar og Virk.Ingibjörg er viðurkenndur bókari, með MS í viðskiptafræði frá HÍ og B.Sc. í sjúkraþjálfun,“ segir í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.