Uppgjör: Langráður sigur hjá Vettel Bragi Þórðarson skrifar 23. september 2019 19:30 Sebastain Vettel stóð efstur á verðlaunapalli í fyrsta skiptið í 392 daga. Getty Ferrari ökuþórarnir Sebastian Vettel og Charles Leclerc komu í fyrsta og öðru sæti í mark í Singapúr kappakstrinum um helgina. Þetta var í fyrsta skiptið sem lið hefur náð þeim árangri á Marina Bay brautinni en þó var ekki algjör sæla innan liðsins. Charles Leclerc, hinn 21 árs Mónakó búi, hefur verið allsráðandi í síðustu keppnum. Hann náði sínum þriðja ráspól um helgina og allt leit út fyrir þriðja sigurinn í röð. Ferrari ákvað þó að leyfa Vettel að fara fyrst inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti og skilaði það Þjóðverjanum sigri. Leclerc þurfti að fara einum hring meira á slitnum dekkjum og tapaði forustunni til liðsfélaga síns.Charles Leclerc varð að sjá á eftir þriðja sigrinum í röð til liðsfélaga síns.GettyMercedes í vandræðumÓtrúlegt en satt að þá var enginn Mercedes bíll á verðlaunapalli en Lewis Hamilton varð að sætta sig við fjórða sætið á eftir Max Verstappen. Valtteri Bottas endaði fimmti sem þýðir að þrátt fyrir að Hamilton átti slæman dag á sunnudag eykur Bretinn forskot sitt í heimsmeistaramótinu. ,,Ferrari eru einfaldlega hungraðari en við’’ sagði fimmfaldi heimsmeistarinn eftir keppni. ,,Uppfærslurnar þeirra virðast virka vel og nú þurfum við sem lið að bæta okkur’’. Sebastian Vettel var að vonum glaður eftir kappaksturinn en Þjóðverjinn hafði þurft að bíða í 392 daga eftir sigri. Árangur Ferrari virðist þó vera koma of seint, nú eru aðeins sex keppnir eftir og bilið í Mercedes er 133 stig í keppni bílasmiða. Næsta umferð fer fram strax næstu helgi í Sochi, Rússlandi. Formúla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Ferrari ökuþórarnir Sebastian Vettel og Charles Leclerc komu í fyrsta og öðru sæti í mark í Singapúr kappakstrinum um helgina. Þetta var í fyrsta skiptið sem lið hefur náð þeim árangri á Marina Bay brautinni en þó var ekki algjör sæla innan liðsins. Charles Leclerc, hinn 21 árs Mónakó búi, hefur verið allsráðandi í síðustu keppnum. Hann náði sínum þriðja ráspól um helgina og allt leit út fyrir þriðja sigurinn í röð. Ferrari ákvað þó að leyfa Vettel að fara fyrst inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti og skilaði það Þjóðverjanum sigri. Leclerc þurfti að fara einum hring meira á slitnum dekkjum og tapaði forustunni til liðsfélaga síns.Charles Leclerc varð að sjá á eftir þriðja sigrinum í röð til liðsfélaga síns.GettyMercedes í vandræðumÓtrúlegt en satt að þá var enginn Mercedes bíll á verðlaunapalli en Lewis Hamilton varð að sætta sig við fjórða sætið á eftir Max Verstappen. Valtteri Bottas endaði fimmti sem þýðir að þrátt fyrir að Hamilton átti slæman dag á sunnudag eykur Bretinn forskot sitt í heimsmeistaramótinu. ,,Ferrari eru einfaldlega hungraðari en við’’ sagði fimmfaldi heimsmeistarinn eftir keppni. ,,Uppfærslurnar þeirra virðast virka vel og nú þurfum við sem lið að bæta okkur’’. Sebastian Vettel var að vonum glaður eftir kappaksturinn en Þjóðverjinn hafði þurft að bíða í 392 daga eftir sigri. Árangur Ferrari virðist þó vera koma of seint, nú eru aðeins sex keppnir eftir og bilið í Mercedes er 133 stig í keppni bílasmiða. Næsta umferð fer fram strax næstu helgi í Sochi, Rússlandi.
Formúla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira