Fiskeldið er orðin kærkomin búbót Einar K. Guðfinnsson skrifar 24. september 2019 07:00 Fiskeldi er kærkomin búbót hér á landi. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs nemur útflutningsverðmætið um 13,7 milljörðum króna. Það er 75 prósent aukning frá fyrra ári. Ætla má að útflutningsverðmæti fiskeldis á þessu ári verði yfir 20 milljarðar króna. Það svipar til árlegs útflutningsverðmætis loðnunnar að jafnaði, sé litið yfir tíu ára tímabil. Þetta skiptir máli, ekki síst núna þegar slegið hefur í bakseglin í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Það minnir okkur á mikilvægi fjölbreytninnar í atvinnulífinu. Flestum er ljóst að fiskeldið er orðið burðarás í heilum landshlutum. En áhrifanna gætir um allt land. Fiskeldið þarfnast margs konar þjónustu og fyrirtæki á því sviði hafa eflst og ný sprottið upp víðs vegar um landið. Auk fiskeldis á Austfjörðum og Vestfjörðum má nefna seiðaeldi og fiskeldi á Norðausturlandi, stórtækt seiðaeldi í sveitarfélaginu Ölfusi, hrognaframleiðslu og fjölbreytt fiskeldi á Suðurnesjum, fjölþætt skóla- og vísindastarf og áfram má telja. Laxeldi vex ekki einasta hér á landi. Sömu sögu er að segja frá öðrum löndum. Laxeldi í heiminum jókst um 500 þúsund tonn frá árinu 2012. Áætlað er að fram til ársins 2022 vaxi það um önnur 500 þúsund tonn. Heimsframleiðslan á laxi mun því aukast um eina milljón tonna á 10 árum; einum áratug. Nær öll þessi framleiðsla á sér stað í sjókvíum. Vísustu menn telja að framboð og spurn eftir laxaafurðum muni á næstu árum aukast árlega um 5 til 6 prósent á heimsvísu. Og það þarf að framleiða gott prótín með litlu kolefnisspori, fyrir heim þar sem mannfjöldi eykst um 220 þúsund á degi hverjum! Fiskeldi – ekki síst laxeldið – er þegar orðin atvinnugrein sem um munar hér á landi. Framundan eru enn frekari tækifæri sem styrkjastoðir efnahagslífsins, auka við flóruna í atvinnulífinu, treysta byggðir og skapa ný og fjölbreyttari störf.Höfundur starfar að fiskeldismálum hjá SFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Fiskeldi Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fiskeldi er kærkomin búbót hér á landi. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs nemur útflutningsverðmætið um 13,7 milljörðum króna. Það er 75 prósent aukning frá fyrra ári. Ætla má að útflutningsverðmæti fiskeldis á þessu ári verði yfir 20 milljarðar króna. Það svipar til árlegs útflutningsverðmætis loðnunnar að jafnaði, sé litið yfir tíu ára tímabil. Þetta skiptir máli, ekki síst núna þegar slegið hefur í bakseglin í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Það minnir okkur á mikilvægi fjölbreytninnar í atvinnulífinu. Flestum er ljóst að fiskeldið er orðið burðarás í heilum landshlutum. En áhrifanna gætir um allt land. Fiskeldið þarfnast margs konar þjónustu og fyrirtæki á því sviði hafa eflst og ný sprottið upp víðs vegar um landið. Auk fiskeldis á Austfjörðum og Vestfjörðum má nefna seiðaeldi og fiskeldi á Norðausturlandi, stórtækt seiðaeldi í sveitarfélaginu Ölfusi, hrognaframleiðslu og fjölbreytt fiskeldi á Suðurnesjum, fjölþætt skóla- og vísindastarf og áfram má telja. Laxeldi vex ekki einasta hér á landi. Sömu sögu er að segja frá öðrum löndum. Laxeldi í heiminum jókst um 500 þúsund tonn frá árinu 2012. Áætlað er að fram til ársins 2022 vaxi það um önnur 500 þúsund tonn. Heimsframleiðslan á laxi mun því aukast um eina milljón tonna á 10 árum; einum áratug. Nær öll þessi framleiðsla á sér stað í sjókvíum. Vísustu menn telja að framboð og spurn eftir laxaafurðum muni á næstu árum aukast árlega um 5 til 6 prósent á heimsvísu. Og það þarf að framleiða gott prótín með litlu kolefnisspori, fyrir heim þar sem mannfjöldi eykst um 220 þúsund á degi hverjum! Fiskeldi – ekki síst laxeldið – er þegar orðin atvinnugrein sem um munar hér á landi. Framundan eru enn frekari tækifæri sem styrkjastoðir efnahagslífsins, auka við flóruna í atvinnulífinu, treysta byggðir og skapa ný og fjölbreyttari störf.Höfundur starfar að fiskeldismálum hjá SFS
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun