Lífið

Hlegið að Kim og Kendall á Emmy-verðlaununum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kim og Kendall fengu ekki beint móttökurnar sem þær bjuggust við.
Kim og Kendall fengu ekki beint móttökurnar sem þær bjuggust við.
Raunveruleikastjörnurnar Kim Kardashian og Kendall Jenner veittu verðlaun á Emmy-verðlaununum í Los Angeles á sunnudagskvöldið.

Systurnar gengu fram á sviðið og lásu upp texta á svokallaðri textavél sem var fyrir framan þær.

„Fjölskyldan okkar veit að besta sjónvarpsefnið kemur frá raunverulegu fólki sem getur verið það sjálft fyrir framan myndavélina,“ sagði Kim og Kendall tók síðan við.

„Fólk sem segir þeirra sögur án þess að hafa handrit við hönd,“ sagði Kendall Jenner en þá sprakk salurinn hreinlega úr hlátri og það mátti sjá á systrunum að þetta þótti þeim ekki fyndið.

Báðar hafa þær verið í raunveruleikaþáttunum Keeping Up With The Kardashian´s í mörg þar en í þáttunum er fylgst grannt með fjölskyldunni og þeirra lífi.

 

 


Tengdar fréttir

Stal senunni á Emmy-hátíðinni

Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones, Tsjernóbyl og Fleabag voru á meðal sigurvegara á Emmy-hátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.