Handbolti

Seinni bylgjan: Grófur leikur á Hlíðarenda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikur Vals og Aftureldingar í Origo-höllinni í 2. umferð Olís-deild kvenna á laugardaginn var í harðari kantinum.

Sérfræðingar Seinni bylgjunnar fóru yfir nokkur brot úr leiknum í þætti gærdagsins. Að þeirra mati hefðu allavega tvö rauð spjöld átt að fara á loft í leiknum á Hlíðarenda.

„Þetta var ekkert harður leikur. Þetta var bara grófur leikur,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson.

Roberta Ivanauskaite, leikmaður Aftureldingar, þurfti m.a. að fara af velli eftir að hafa fengið högg í andlitið.

Eftir brotthvarf hennar fjaraði undan Mosfellingum sem töpuðu leiknum með tíu marka mun, 28-18.

Í hinum leikjunum í 2. umferðinni rúllaði Fram yfir ÍBV, 32-17,HK sigraði Hauka, 27-22, og Stjarnan lagði KA/Þór að velli, 26-23.

Umræðuna úr Seinni bylgjunni um 2. umferð Olís-deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×