Metnaðarfull aðgerðaráætlun í jarðarmálum Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 25. september 2019 07:00 Eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar á þessi þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðarmálum. Tillagan er í sjö liðum en henni er ætlað að styrkja lagaumgjörð og reglur í tengslum við ráðstöfun og nýtingu auðlinda hér á landi. Markmiðið er að skapa fleiri tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli, fjölbreyttrar sjálfbærrar landnýtingar og matvælaframleiðslu í landinu. Tillagan rímar því vel við markmið ríkisstjórnarinnar um að finna leiðir til að setja skilyrði um kaup á landi út frá byggðarsjónarmiðum og umgengni um auðlindir.Miklir almannahagsmunir í húfi Það er ekki ofsögum sagt að land er takmörkuð auðlind. Það á við um landið sjálft, jarðveginn og gróðurinn. Landi geta fylgt verðmætar auðlindir á borð við veiði- og vatnsréttindi. Þess vegna geta ekki gilt sömu reglur um kaup og sölu á landi eins og hverri annarri fasteign. Með því að samhæfa lög, reglur og verklag geta stjórnvöld markað skýra stefnu í ráðstöfun lands nú og til framtíðar. Flutningsmenn tillögunnar leggja m.a. til að gerð verði krafa um að kaupandi lands búi á Íslandi, hafi búið þar í a.m.k. fimm ár eða hafi starfsemi í landinu. Áhersla er lögð á að tilgangur jarðakaupanna þurfi að vera skýr, t.d. vegna landbúnaðar, menningarverðmæta og náttúruverndar. Einnig þarf að tryggja með lögum að tekjur af jörðum og hlunnindum skili sér til nærsamfélagsins. Erlendar fyrirmyndir Í núverandi lagaumhverfi geta rúmlega 500 milljón manns keypt land og aðrar fasteignir hérlendis með sömu skilyrðum og íslenskir ríkisborgarar. Meiri skorður eru settar á ráðstöfun fasteigna og aðilaskipti í Danmörku og Noregi en hér á landi. Í Danmörku gildir t.d. sú meginregla að einstaklingar sem ekki eru heimilisfastir í landinu eða hafa áður búið þar í a.m.k. fimm ár þurfa að fá leyfi frá dómsmálaráðuneytinu til að geta eignast fasteignaréttindi í landinu. Ein af tillögum flutningsmanna er að jarðakaup verði leyfisskyld. Þannig yrði hægt að tryggja nauðsynlega aðkomu ríkis og sveitarfélaga að eigendaskiptum jarða til að fylgja eftir lögum, reglum og ákvæðum aðal-, svæðis- og deiliskipulaga. Það hefur ríkt ákveðið kæruleysi í þessum málum síðastliðin ár. Með aðgerðaráætluninni er ætlunin að ráða bót á því.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Jarðakaup útlendinga Líneik Anna Sævarsdóttir Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar á þessi þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðarmálum. Tillagan er í sjö liðum en henni er ætlað að styrkja lagaumgjörð og reglur í tengslum við ráðstöfun og nýtingu auðlinda hér á landi. Markmiðið er að skapa fleiri tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli, fjölbreyttrar sjálfbærrar landnýtingar og matvælaframleiðslu í landinu. Tillagan rímar því vel við markmið ríkisstjórnarinnar um að finna leiðir til að setja skilyrði um kaup á landi út frá byggðarsjónarmiðum og umgengni um auðlindir.Miklir almannahagsmunir í húfi Það er ekki ofsögum sagt að land er takmörkuð auðlind. Það á við um landið sjálft, jarðveginn og gróðurinn. Landi geta fylgt verðmætar auðlindir á borð við veiði- og vatnsréttindi. Þess vegna geta ekki gilt sömu reglur um kaup og sölu á landi eins og hverri annarri fasteign. Með því að samhæfa lög, reglur og verklag geta stjórnvöld markað skýra stefnu í ráðstöfun lands nú og til framtíðar. Flutningsmenn tillögunnar leggja m.a. til að gerð verði krafa um að kaupandi lands búi á Íslandi, hafi búið þar í a.m.k. fimm ár eða hafi starfsemi í landinu. Áhersla er lögð á að tilgangur jarðakaupanna þurfi að vera skýr, t.d. vegna landbúnaðar, menningarverðmæta og náttúruverndar. Einnig þarf að tryggja með lögum að tekjur af jörðum og hlunnindum skili sér til nærsamfélagsins. Erlendar fyrirmyndir Í núverandi lagaumhverfi geta rúmlega 500 milljón manns keypt land og aðrar fasteignir hérlendis með sömu skilyrðum og íslenskir ríkisborgarar. Meiri skorður eru settar á ráðstöfun fasteigna og aðilaskipti í Danmörku og Noregi en hér á landi. Í Danmörku gildir t.d. sú meginregla að einstaklingar sem ekki eru heimilisfastir í landinu eða hafa áður búið þar í a.m.k. fimm ár þurfa að fá leyfi frá dómsmálaráðuneytinu til að geta eignast fasteignaréttindi í landinu. Ein af tillögum flutningsmanna er að jarðakaup verði leyfisskyld. Þannig yrði hægt að tryggja nauðsynlega aðkomu ríkis og sveitarfélaga að eigendaskiptum jarða til að fylgja eftir lögum, reglum og ákvæðum aðal-, svæðis- og deiliskipulaga. Það hefur ríkt ákveðið kæruleysi í þessum málum síðastliðin ár. Með aðgerðaráætluninni er ætlunin að ráða bót á því.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun