Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. september 2019 10:45 Um hundrað manns missa vinnuna hjá Arion banka í dag vegna skipulagsbreytinga. fréttablaðið/ernir Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. Ástandinu í höfuðstöðvum bankans hefur verið lýst sem skelfilegu af starfsfólki sem fréttastofa hefur heyrt hljóðið í en meirihluti þeirra hundrað starfsmanna sem missa vinnuna starfa þar. Margir eru í sárum og starfsfólkið huggar hvert annað. Enginn mun ná að vinna í dag, eins og einn starfsmaður bankans orðaði það í samtali við Vísi, en svona dagar séu örugglega erfiðastir fyrir fólkið í framlínunni þar sem það þarf að halda andliti í útibúunum og sinna viðskiptavinum. Einstaklingssamtöl hófust í morgun við þá starfsmenn sem missa vinnuna og verða fram eftir degi, samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Arion banka. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Vísi að uppsagnirnar séu umfangsmeiri en stofnunin bjóst við. „Þessi tilkynning um hópuppsögn var send til okkar núna í morgun og tekur gildi 1.október. Þetta er á öllum sviðum,“ segir Unnur. Hún segir að stofnunin muni biðja um frekari greiningar því þeim sem sagt er upp eru með mislangan uppsagnarfrest. „Bankinn hefur ákveðið að bæta við einum mánuði við alla. Síðan þeir sem eru í elsta aldursflokknum fá auka þrjá mánuði. Munurinn á þessari og öðrum hópuppsögnum er sá að þetta fólk er ekki að koma inn til okkar allt á sama tíma, sem að gerir þetta aðeins einfaldara. Við munum setjast yfir þetta eftir hádegi í dag og aðeins skoða hvað við munum gera í þessu sambandi. Það liggur fyrir,“ segir Unnur. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. Ástandinu í höfuðstöðvum bankans hefur verið lýst sem skelfilegu af starfsfólki sem fréttastofa hefur heyrt hljóðið í en meirihluti þeirra hundrað starfsmanna sem missa vinnuna starfa þar. Margir eru í sárum og starfsfólkið huggar hvert annað. Enginn mun ná að vinna í dag, eins og einn starfsmaður bankans orðaði það í samtali við Vísi, en svona dagar séu örugglega erfiðastir fyrir fólkið í framlínunni þar sem það þarf að halda andliti í útibúunum og sinna viðskiptavinum. Einstaklingssamtöl hófust í morgun við þá starfsmenn sem missa vinnuna og verða fram eftir degi, samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Arion banka. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Vísi að uppsagnirnar séu umfangsmeiri en stofnunin bjóst við. „Þessi tilkynning um hópuppsögn var send til okkar núna í morgun og tekur gildi 1.október. Þetta er á öllum sviðum,“ segir Unnur. Hún segir að stofnunin muni biðja um frekari greiningar því þeim sem sagt er upp eru með mislangan uppsagnarfrest. „Bankinn hefur ákveðið að bæta við einum mánuði við alla. Síðan þeir sem eru í elsta aldursflokknum fá auka þrjá mánuði. Munurinn á þessari og öðrum hópuppsögnum er sá að þetta fólk er ekki að koma inn til okkar allt á sama tíma, sem að gerir þetta aðeins einfaldara. Við munum setjast yfir þetta eftir hádegi í dag og aðeins skoða hvað við munum gera í þessu sambandi. Það liggur fyrir,“ segir Unnur.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07