Viðskipti innlent

Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Um það bil hundrað starfsmönnum Arion banka verður sagt upp í dag
Um það bil hundrað starfsmönnum Arion banka verður sagt upp í dag Fréttablaðið/STEFÁN
Útibúum Arion banka verður ekki lokað þrátt fyrir uppsagnir og skipulagsbreytingar. Eins og kom fram á Vísi í morgun verður um það bil hundrað starfsmönnum Arion banka sagt upp í dag. Send var út tilkynning um uppsagnirnar áður en rætt var við starfsfólkið sem um ræðir.

„Bankinn er skráður í Kauphöll og það þarf að tilkynna svona umfangsmiklar breytingar fyrst þar,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson upplýsingafulltrúi Arion banka í samtali við Vísi. Nú eru einstaklingssamtöl við þessa hundrað starfsmenn hafin og munu halda áfram fram eftir degi.

„Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll, ekki síst þá sem starfa í höfuðstöðvunum þar sem breytingarnar verða mestar,“ sagði Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, í tölvupósti sem sendur var á starfsfólk nú í morgun.

Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. Sem liður í skipulagsbreytingunum verður 12 prósent starfsmanna sagt upp og þar af starfa um 80% í höfuðstöðvunum bankans og um 20% í útibúum. Haraldur segir að ekki standi til að leggja niður útibú.

„Þetta er mjög jöfn kynjaskipting. Þetta er bara þvert yfir, dreifist yfir flest svið bankans. Bankinn er ekki að hætta neinni starfsemi, það er verið að færa til verkefni og einfalda.“


Tengdar fréttir

Arion segir upp 100 manns

Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag.

Arion banki selur sumarhöllina

Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.