Körfubolti

Guðrún tekur við Skallagrími

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún Ósk þreytir frumraun sína sem þjálfari meistaraflokks í vetur.
Guðrún Ósk þreytir frumraun sína sem þjálfari meistaraflokks í vetur. mynd/skallagrímur
Guðrún Ósk Ámundadóttir hefur verið ráðin þjálfari Skallagríms í Domino's deild kvenna í körfubolta.

Guðrún var spilandi aðstoðarþjálfari hjá Skallagrími á síðasta tímabili. Liðið endaði þá í sjöunda og næstneðsta sæti Domino's deildarinnar.

Guðrún, sem er 32 ára, er Borgnesingur og hefur leikið með Skallagrími síðan 2015. Hún hefur einnig leikið með Haukum og KR. Þá lék hún níu landsleiki á árunum 2008-09.

Skallagrímur er að hefja sitt fjórða tímabil í röð í Domino's deildinni.

Skallagrímur tekur á móti Haukum í 1. umferð Domino's deildarinnar miðvikudaginn 2. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×