Hamfarahlýnun hrekur fólk á flótta Kristín S.Hjálmtýsdóttir skrifar 27. september 2019 07:00 Rauði krossinn á Íslandi og systurfélög okkar um heim allan taka þátt í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Í dag ætlum við að taka þátt í loftslagsverkfalli með unga fólkinu og krefjast þess að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Stjórnvöld verða að vera tilbúin að taka þær erfiðu ákvarðanir sem þarf að taka til að raunverulega draga úr losun. Tíminn er naumur. Hamfarahlýnun snertir okkur öll og afleiðingarnar munu aðeins aukast á komandi áratugum. Þegar auðlindir þverra og sífellt minna verður til skiptanna aukast líkur á átökum. Fleiri og fleiri munu neyðast til að yfirgefa heimili sín og leggja á flótta vegna loftslagsbreytinga, allt að 140 milljónir á næstu þremur áratugum. Með hlýnun jarðar hafa öfgar í veðurfari aukist og náttúruhamfarir haft skyndilegri og alvarlegri afleiðingar í för með sér. Brothættustu samfélögin verða verst úti þegar fellibyljir geysa, þurrkar verða langvinnir og flóð örari. Þess vegna skiptir máli að bregðast strax við. Hvert og eitt samfélag þarf að vera í stakk búið til að bregðast við þessari miklu vá. Í síðustu viku kom út skýrsla Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC), The Cost of Doing Nothing eða Kostnaðurinn við að gera ekki neitt, sem segir að það muni kosta okkur mun meira að gera ekkert, að stöðva ekki hlýnunina strax. Án alvöru aðgerða mun árlegur kostnaður neyðaraðstoðar vegna hamfara margfaldast. Svartsýnustu spár áætla 20 milljarða Bandaríkjadollara árið 2030, það eru um 2500 milljarðar íslenskra króna.Menntun stúlkna og loftslagið Rauði krossinn á Íslandi leggur áherslu á að styðja stúlkur til mennta. Samkvæmt Project Drawdown, sem hefur tekið saman áreiðanlegustu staðreyndirnar um það hvernig best má sporna við hlýnun jarðar, er menntun stúlkna í 6. sæti og kemur þar á eftir m.a. minnkaðri matarsóun og björgun frumskóga. Með aukinni menntun eru stúlkur líklegri til að giftast síðar á lífsleiðinni og fresta barneignum. Þær eignast færri og heilbrigðari börn. Margt vinnur gegn því að stúlkur sæki skóla víða í lágtekjulöndum heims. Það er oftast verkefni stúlkna og kvenna að sækja vatn fyrir heimilið og stundum eyða stúlkur mörgum klukkustundum í að ganga að næsta vatnsbóli á meðan bræður þeirra sækja skóla. Rauði krossinn leggur því áherslu á að byggja vatnsbrunna við skólana svo stúlkur geti gert hvoru tveggja. Skólastúlkur njóta leiðsagnar sjálfboðaliða í stúlknahópum Rauða krossins þar sem þær mynda dýrmæt tengsl, ræða áskoranir sínar og hvetja hverja aðra til dáða. Þær fá þjálfun í því að standa á sínu og neita karlmönnum sem bjóða þeim pening fyrir kynlíf. Þá er unnið með þorpsnefndum og þorpshöfðingjum að því að koma í veg fyrir barnahjónabönd. Allt eru þetta undirstöðuatriði í baráttunni fyrir menntun stúlkna. Menntun stúlkna er valdeflandi fyrir stúlkur og konur um allan heim. Menntun stúlkna er eitt beittasta vopn okkar í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Ég vil hvetja þig til að mæta í dag og krefjast aðgerða af hálfu stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi og systurfélög okkar um heim allan taka þátt í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Í dag ætlum við að taka þátt í loftslagsverkfalli með unga fólkinu og krefjast þess að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Stjórnvöld verða að vera tilbúin að taka þær erfiðu ákvarðanir sem þarf að taka til að raunverulega draga úr losun. Tíminn er naumur. Hamfarahlýnun snertir okkur öll og afleiðingarnar munu aðeins aukast á komandi áratugum. Þegar auðlindir þverra og sífellt minna verður til skiptanna aukast líkur á átökum. Fleiri og fleiri munu neyðast til að yfirgefa heimili sín og leggja á flótta vegna loftslagsbreytinga, allt að 140 milljónir á næstu þremur áratugum. Með hlýnun jarðar hafa öfgar í veðurfari aukist og náttúruhamfarir haft skyndilegri og alvarlegri afleiðingar í för með sér. Brothættustu samfélögin verða verst úti þegar fellibyljir geysa, þurrkar verða langvinnir og flóð örari. Þess vegna skiptir máli að bregðast strax við. Hvert og eitt samfélag þarf að vera í stakk búið til að bregðast við þessari miklu vá. Í síðustu viku kom út skýrsla Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC), The Cost of Doing Nothing eða Kostnaðurinn við að gera ekki neitt, sem segir að það muni kosta okkur mun meira að gera ekkert, að stöðva ekki hlýnunina strax. Án alvöru aðgerða mun árlegur kostnaður neyðaraðstoðar vegna hamfara margfaldast. Svartsýnustu spár áætla 20 milljarða Bandaríkjadollara árið 2030, það eru um 2500 milljarðar íslenskra króna.Menntun stúlkna og loftslagið Rauði krossinn á Íslandi leggur áherslu á að styðja stúlkur til mennta. Samkvæmt Project Drawdown, sem hefur tekið saman áreiðanlegustu staðreyndirnar um það hvernig best má sporna við hlýnun jarðar, er menntun stúlkna í 6. sæti og kemur þar á eftir m.a. minnkaðri matarsóun og björgun frumskóga. Með aukinni menntun eru stúlkur líklegri til að giftast síðar á lífsleiðinni og fresta barneignum. Þær eignast færri og heilbrigðari börn. Margt vinnur gegn því að stúlkur sæki skóla víða í lágtekjulöndum heims. Það er oftast verkefni stúlkna og kvenna að sækja vatn fyrir heimilið og stundum eyða stúlkur mörgum klukkustundum í að ganga að næsta vatnsbóli á meðan bræður þeirra sækja skóla. Rauði krossinn leggur því áherslu á að byggja vatnsbrunna við skólana svo stúlkur geti gert hvoru tveggja. Skólastúlkur njóta leiðsagnar sjálfboðaliða í stúlknahópum Rauða krossins þar sem þær mynda dýrmæt tengsl, ræða áskoranir sínar og hvetja hverja aðra til dáða. Þær fá þjálfun í því að standa á sínu og neita karlmönnum sem bjóða þeim pening fyrir kynlíf. Þá er unnið með þorpsnefndum og þorpshöfðingjum að því að koma í veg fyrir barnahjónabönd. Allt eru þetta undirstöðuatriði í baráttunni fyrir menntun stúlkna. Menntun stúlkna er valdeflandi fyrir stúlkur og konur um allan heim. Menntun stúlkna er eitt beittasta vopn okkar í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Ég vil hvetja þig til að mæta í dag og krefjast aðgerða af hálfu stjórnvalda.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun