Tökum ákvarðanir fyrir fjöldann – ekki fáa Drífa Snædal skrifar 27. september 2019 12:48 Eftir að hafa greitt fráfarandi bankastjóra Aríon 150 milljónir í starfslokasamning sagði bankinn 100 starfsmönnum upp störfum í gær. Viðbrögð fjármálakerfisins er að fara fram á skattalækkun á bankana. Þetta eru undarleg viðbrögð svo ekki sé meira sagt, svo ekki sé talað um skort á margumtalaðri samfélagsábyrgð stórfyrirtækja. Í mínum huga felst samfélagsábyrgð í því að taka ákvarðanir út frá hagsmunum heildarinnar en ekki fárra einstaklinga. Að lækka bankaskattinn þýðir minni tekjur í ríkissjóð sem þýðir minna úr að spila til að halda uppi velferð allra. Þetta gengur þvert á þá áherslu vinnandi fólks að fyrirtæki og einstaklingar sem eru aflögufærir greiði meira til samfélagsins en aðrir minna. Það er sérstaklega kaldhæðnislegt að fara fram á lækkun bankaskattsins þegar við sjáum merki þess að atvinnulausum fjölgar – meðal annars fyrir tilstilli bankanna. Eitt það besta sem hægt er að gera þegar atvinnulausu fólki fjölgar er að efla fullorðinsfræðslu, gefa fólki tækifæri til að menntast og fræðast til að auka færni sína og möguleika á vinnumarkaði. Í fjárlögum er ekki aukið í fullorðinsfræðslu heldur þvert á móti. Það væri nær að veita hluta af bankaskatti í aukna fræðslu, svo ekki sé talað um atvinnuleysisbætur, í stað þess að lækka hann. Þá hnaut ég um að ríkið ætlaði að selja Keldnaland til að fjármagna samgönguumbætur. Það má hins vegar ekki missa sjónar á því að ríkið leggur til Keldnaland einmitt til að leysa úr húsnæðisvanda með því að byggja hagkvæmara en við höfum gert. Það er aðalmarkmiðið enda er húsnæðiskostnaður það sem hefur afdrifaríkustu áhrifin á afkomu fólks, ekki til að vera tekjulind fyrir ríkið á kostnað hærri leigu eða húsnæðiskostnaðar. Tökum ákvarðanir fyrir fjöldann, ekki fáa. Góðar kveðjur frá þingi Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum í Fnjóskadal, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa greitt fráfarandi bankastjóra Aríon 150 milljónir í starfslokasamning sagði bankinn 100 starfsmönnum upp störfum í gær. Viðbrögð fjármálakerfisins er að fara fram á skattalækkun á bankana. Þetta eru undarleg viðbrögð svo ekki sé meira sagt, svo ekki sé talað um skort á margumtalaðri samfélagsábyrgð stórfyrirtækja. Í mínum huga felst samfélagsábyrgð í því að taka ákvarðanir út frá hagsmunum heildarinnar en ekki fárra einstaklinga. Að lækka bankaskattinn þýðir minni tekjur í ríkissjóð sem þýðir minna úr að spila til að halda uppi velferð allra. Þetta gengur þvert á þá áherslu vinnandi fólks að fyrirtæki og einstaklingar sem eru aflögufærir greiði meira til samfélagsins en aðrir minna. Það er sérstaklega kaldhæðnislegt að fara fram á lækkun bankaskattsins þegar við sjáum merki þess að atvinnulausum fjölgar – meðal annars fyrir tilstilli bankanna. Eitt það besta sem hægt er að gera þegar atvinnulausu fólki fjölgar er að efla fullorðinsfræðslu, gefa fólki tækifæri til að menntast og fræðast til að auka færni sína og möguleika á vinnumarkaði. Í fjárlögum er ekki aukið í fullorðinsfræðslu heldur þvert á móti. Það væri nær að veita hluta af bankaskatti í aukna fræðslu, svo ekki sé talað um atvinnuleysisbætur, í stað þess að lækka hann. Þá hnaut ég um að ríkið ætlaði að selja Keldnaland til að fjármagna samgönguumbætur. Það má hins vegar ekki missa sjónar á því að ríkið leggur til Keldnaland einmitt til að leysa úr húsnæðisvanda með því að byggja hagkvæmara en við höfum gert. Það er aðalmarkmiðið enda er húsnæðiskostnaður það sem hefur afdrifaríkustu áhrifin á afkomu fólks, ekki til að vera tekjulind fyrir ríkið á kostnað hærri leigu eða húsnæðiskostnaðar. Tökum ákvarðanir fyrir fjöldann, ekki fáa. Góðar kveðjur frá þingi Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum í Fnjóskadal, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun