Handbolti

GOG hafði betur í Íslendingaslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óðinn í leik með GOG.
Óðinn í leik með GOG. mynd/gog
GOG vann fjögurra marka sigur á Ribe-Esbjerg, 29-25, er liðin mættust í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Gestirnir í GOG leiddu með einu marki í hálfleik og náðu þeir mest fimm marka forystu í leiknum en munurinn að endingu fjögur mörk.

Viktor Gísli Hallgrímsson reyndi að verja tvö víti en tókst ekki að verja þau en Óðinn Þor Ríkharðsson skoraði eitt mark. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.

Rúnar Kárason skoraði fimm mörk úr fjórtán skotum hjá Ribe-Esbjerg en Daníel Þór Ingason skoraði tvö mörk úr fimm skotum. Gunnar Steinn Jónsson gerði eitt mark.

GOG er í 4. sætinu með sex stig eftir fimm leiki en þetta var fyrsta tap Ribe-Esbjerg á leiktíðinni sem er sæti ofar með stigi meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×