Viðskipti innlent

Einn af stofn­endum Brauðs & Co selur hlut sinn í fyrir­tækinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ágúst Einþórsson, stofnandi Brauðs & Co.
Ágúst Einþórsson, stofnandi Brauðs & Co. fréttablaðið/sigtryggur ari
Bakarinn Ágúst Einþórsson hefur selt hlut sinn í fyrirtækinu Brauð & Co sem hann stofnaði fyrir nokkrum árum ásamt þeim Birgi Þór Bieltvedt og Þóri Snæ Sigurjónssyni. Ágúst átti 13 prósent hlut í Brauð & Co sem  hann seld til Birgis og Þórðar.Frá þessu er greint í ViðskiptaMogganum í dag. Þar segir að Ágúst muni áfram starfa hjá Brauð & Co en spurður um ástæðuna fyrir því að hann selji hlut sinn í þessu vinsæla bakaríi segir hann að þetta sé búið að ganga vel og að nú telji hann góðan tíma til að selja bréfin.„Persónulega held ég að þetta sé rétt skref fyrir mig og á sama tíma tel ég að þetta sérétt skref fyrir Brauð & Co,“ segir Ágúst við ViðskiptaMoggann.Þá segir hann að breytingin muni ekki hafa nein áhrif á rekstur Brauð & Co.


Tengdar fréttir

Velta Brauðs & Co jókst um sjötíu prósent

Sala í súrdeigsbakaríum Brauðs & Co nam ríflega 699 milljónum króna á síðasta ári og jókst um tæp 72 prósent frá fyrra ári þegar hún var um 408 milljónir króna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.