Viðskipti innlent

Brauð & Co opnar á Hrísa­teig: „Góður fílingur í Laugar­nesinu“

Atli Ísleifsson skrifar
Ágúst Fannar Einþórsson gerir ráð fyrir að bakaríið opni í sumar.
Ágúst Fannar Einþórsson gerir ráð fyrir að bakaríið opni í sumar. Vísir/Vilhelm/Sigtryggur Ari
Brauð & Co mun opna nýtt bakarí á horni Hrísateigs og Laugalækjar í Reykjavík á næstu mánuðum. Þetta staðfestir Ágúst Fannar Einþórsson, stofnandi Brauð & Co, í samtali við Vísi.

Bakaríið mun opna í húsnæði þar sem Kornið rak bakarí um árabil. Húsnæðið hefur staðið autt frá því að Kornið lokaði sínum bakaríum í lok síðasta árs.

„Við viljum opna sem allra fyrst, en það verður líklega í sumar. Ég er bara að fara að byrja á þessu og ég er rosalega fljótur þegar ég er byrjaður,“ segir Ágúst Fannar léttur í bragði. Hann segir að eitthvað verði bakað á staðnum, en að fyrirkomulagið verði líklega svipað því og er á Hlemmi.

Sjá einnig: Reykjandi bakarinn á Hróarskeldu rekur vinsælasta bakarí landsins

Aðspurður um af hverju ákveðið hafi verið að opna bakarí á þessum stað segir Ágúst Fannar að hann hafi heyrt að það væri góður fílingur í Laugarnesinu. „Þeir sem ég þekki og búa í Laugardalnum, þeir segja að það sé klárlega markaður fyrir Brauð & Co í Laugardalnum.“

Bakaríið verður það sjötta sem Brauð & Co opnar, en fyrir eru staðir á Frakkastíg, Hlemmi, Fákafeni, Melhaga og í Garðabæ. Fyrsti staðurinn opnaði árið 2016.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×