Viðskipti innlent

Brauð & Co opnar á Hrísa­teig: „Góður fílingur í Laugar­nesinu“

Atli Ísleifsson skrifar
Ágúst Fannar Einþórsson gerir ráð fyrir að bakaríið opni í sumar.
Ágúst Fannar Einþórsson gerir ráð fyrir að bakaríið opni í sumar. Vísir/Vilhelm/Sigtryggur Ari

Brauð & Co mun opna nýtt bakarí á horni Hrísateigs og Laugalækjar í Reykjavík á næstu mánuðum. Þetta staðfestir Ágúst Fannar Einþórsson, stofnandi Brauð & Co, í samtali við Vísi.

Bakaríið mun opna í húsnæði þar sem Kornið rak bakarí um árabil. Húsnæðið hefur staðið autt frá því að Kornið lokaði sínum bakaríum í lok síðasta árs.

„Við viljum opna sem allra fyrst, en það verður líklega í sumar. Ég er bara að fara að byrja á þessu og ég er rosalega fljótur þegar ég er byrjaður,“ segir Ágúst Fannar léttur í bragði. Hann segir að eitthvað verði bakað á staðnum, en að fyrirkomulagið verði líklega svipað því og er á Hlemmi.

Sjá einnig: Reykjandi bakarinn á Hróarskeldu rekur vinsælasta bakarí landsins

Aðspurður um af hverju ákveðið hafi verið að opna bakarí á þessum stað segir Ágúst Fannar að hann hafi heyrt að það væri góður fílingur í Laugarnesinu. „Þeir sem ég þekki og búa í Laugardalnum, þeir segja að það sé klárlega markaður fyrir Brauð & Co í Laugardalnum.“

Bakaríið verður það sjötta sem Brauð & Co opnar, en fyrir eru staðir á Frakkastíg, Hlemmi, Fákafeni, Melhaga og í Garðabæ. Fyrsti staðurinn opnaði árið 2016.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.