Viðskipti innlent

Velta Brauðs & Co jókst um sjötíu prósent

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Umsvif Brauðs & Co stórjukust í fyrra.
Umsvif Brauðs & Co stórjukust í fyrra. Fréttablaðið/Ernir

Sala í súrdeigsbakaríum Brauðs & Co nam ríflega 699 milljónum króna á síðasta ári og jókst um tæp 72 prósent frá fyrra ári þegar hún var um 408 milljónir króna. Brauð & Co hagnaðist um 6,9 milljónir króna í fyrra og dróst hagnaðurinn saman um 17,7 milljónir króna á milli ára, samkvæmt nýlegum ársreikningi félagsins.

Rekstrargjöld félagsins Brauðs og co ehf., sem rekur fimm bakarí á höfuðborgarsvæðinu, voru um 692 milljónir króna í fyrra borið saman við 379 milljónir króna árið áður. Fjöldi ársverka á síðasta ári var 38 en 20,2 árið 2017.

Ágúst Fannar Einþórsson, stofnandi Brauðs & Co

Eignir Brauðs & Co námu tæplega 233 milljónum króna í lok síðasta árs og var eigið fé félagsins á sama tíma 89 milljónir króna.

Fyrsta bakarí Brauðs & Co var opnað á Frakkastíg í miðbæ Reykjavíkur í byrjun árs 2016. Félagið rekur einnig bakarí í Mathöllinni við Hlemm, í Fákafeni, á Melhaga og við Akrabraut í Garðabæ en þau tvö síðarnefndu voru opnuð í fyrra.

Stærsti hluthafi Brauðs & Co er Eyja fjárfestingafélag, í eigu Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, með 53 prósenta hlut.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.