Handbolti

Sigur í fyrsta leik Sävehof í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson varð sænskur meistari á sínu fyrsta tímabili með Sävehof
Ágúst Elí Björgvinsson varð sænskur meistari á sínu fyrsta tímabili með Sävehof vísir/getty

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Sävehof unnu sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag.

Sävehof mætti Cocks frá Finnlandi ytra í fyrsta leik C-riðils. Heimamenn skoruðu fyrsta markið en Sävehof tók fljótt yfirhöndina í leiknum.

Sænsku meistararnir voru með undirtökin allan fyrri hálfleikinn og leiddu 18-13 að honum loknum. Í seinni hálfleik varð munurinn mest sjö mörk en leikurinn endaði í 30-25 sigri Sävehof á útivelli.

Sävehof fer því á topp riðilsins en næsti leikur liðsins í Meistaradeildinni er gegn Eurofarm Rabotnik á heimavelli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.