Viðskipti innlent

Þráinn ráðinn framkvæmdastjóri VITA

Andri Eysteinsson skrifar
VITA er dótturfélag Icelandair Group.
VITA er dótturfélag Icelandair Group.

Þráinn Vigfússon, sem undanfarin tíu ár hefur starfað sem fjármálastjóri VITA og Iceland Travel hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar VITA, dótturfélags Icelandair Group. Þráinn tekur við af Herði Gunnarssyni sem leitt hefur félagið í tæpan áratug.

Þráinn hefur eins og áður segir starfað sem fjármálastjóri VITA og Iceland Travel síðustu ár. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Kynnisferða á árunum 2004-2007. Leið Þráins upp metorðastigann hjá Kynnisferðum var samskonar og hjá VITA en áður hafði hann starfað sem Fjármálastjóri frá árinu 1996.

Þráinn er með Cand. Oecon gráðu af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands. Hann er giftur Svövu Liv Edgarsdóttur, matvælafræðingi og eiga þau þrjá syni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,82
11
225.684
SYN
3,65
9
11.564
ARION
1,51
50
1.351.374
EIM
1,49
5
611
KVIKA
1,43
3
32.124

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-8,33
78
16.099
SIMINN
-4,19
19
295.432
FESTI
-2,31
9
51.897
EIK
-1,66
5
23.047
SJOVA
-1,45
12
46.997
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.