Gunnar: Grétar kom okkur í gang Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2019 22:03 Gunnar er á sínu fimmta tímabili sem þjálfari Hauka. vísir/bára „Ég er ánægður með stigin tvö. Fyrstu leikirnir snúast um að safna stigum. Við vissum að þetta yrði ekki besti leikur tímabilsins en við þurftum að sýna karakter og taka slaginn við þá. Við vissum að þeir yrðu grimmir í byrjun og við þyrftum að vera þolinmóðir. Við vorum það og hristum þá hægt og rólega af okkur,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir sigurinn á HK, 28-24, í kvöld. „Liðsheildin var sterk og margir lögðu í púkkið. Við nýttum breiddina vel sem var mikilvægt því það er mikið álag á okkur núna.“ Grétar Ari Guðjónsson var magnaður eftir að hann kom inn á þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hann varði 52% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. „Við vorum hálf sofandi í fyrri hálfleik og þurftum einhvern til að koma okkur í gang. Og hann gerði það. Að sama skapi var meiri hraði og hreyfanleiki hjá okkur og við komum okkur í betri færi,“ sagði Gunnar. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti og skoruðu fyrstu sex mörk hans. Það tók HK níu og hálfa mínútu að skora sitt fyrsta mark í seinni hálfleik en gestirnir komust ekkert áleiðis gegn sterkri vörn heimamanna. „Við fengum betra jafnvægi á varnarleikinn. Við vorum of aftarlega í byrjun en fórum framar í þá og náðum góðri vörn. Svo slökuðum við aftur á og þeir fengu góð skot,“ sagði Gunnar. „Það var mjög gott að fá tvö stig. Þetta var skyldusigur fyrir okkur en við urðum að vinna. HK er með gott lið sem á eftir að fá fullt af stigum.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - HK 28-24 | Haukasigur í sveiflukenndum leik Deildarmeistarar síðasta tímabils, Haukar, unnu fjögurra marka sigur á nýliðum HK í 1. umferð Olís-deildar karla. 11. september 2019 22:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
„Ég er ánægður með stigin tvö. Fyrstu leikirnir snúast um að safna stigum. Við vissum að þetta yrði ekki besti leikur tímabilsins en við þurftum að sýna karakter og taka slaginn við þá. Við vissum að þeir yrðu grimmir í byrjun og við þyrftum að vera þolinmóðir. Við vorum það og hristum þá hægt og rólega af okkur,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir sigurinn á HK, 28-24, í kvöld. „Liðsheildin var sterk og margir lögðu í púkkið. Við nýttum breiddina vel sem var mikilvægt því það er mikið álag á okkur núna.“ Grétar Ari Guðjónsson var magnaður eftir að hann kom inn á þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hann varði 52% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. „Við vorum hálf sofandi í fyrri hálfleik og þurftum einhvern til að koma okkur í gang. Og hann gerði það. Að sama skapi var meiri hraði og hreyfanleiki hjá okkur og við komum okkur í betri færi,“ sagði Gunnar. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti og skoruðu fyrstu sex mörk hans. Það tók HK níu og hálfa mínútu að skora sitt fyrsta mark í seinni hálfleik en gestirnir komust ekkert áleiðis gegn sterkri vörn heimamanna. „Við fengum betra jafnvægi á varnarleikinn. Við vorum of aftarlega í byrjun en fórum framar í þá og náðum góðri vörn. Svo slökuðum við aftur á og þeir fengu góð skot,“ sagði Gunnar. „Það var mjög gott að fá tvö stig. Þetta var skyldusigur fyrir okkur en við urðum að vinna. HK er með gott lið sem á eftir að fá fullt af stigum.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - HK 28-24 | Haukasigur í sveiflukenndum leik Deildarmeistarar síðasta tímabils, Haukar, unnu fjögurra marka sigur á nýliðum HK í 1. umferð Olís-deildar karla. 11. september 2019 22:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - HK 28-24 | Haukasigur í sveiflukenndum leik Deildarmeistarar síðasta tímabils, Haukar, unnu fjögurra marka sigur á nýliðum HK í 1. umferð Olís-deildar karla. 11. september 2019 22:00