Tilgangurinn helgar ekki meðalið Kristín Völundardóttir skrifar 12. september 2019 14:49 Í þessari viku hafa samtökin Réttur barna á flótta birt myndbönd til stuðnings fjáröflunarátaki fyrir börn á flótta. Þar virðist tilgangurinn vera að slá upp spaugilegri mynd af störfum starfsfólks Útlendingastofnunar í þágu átaksins og til að koma á framfæri gagnrýni á meðferð mála þessa viðkvæma hóps. Það er gott og vel en ekki er hægt að láta hjá líða að gera athugasemdir við nálgun átaksins. Í myndböndum samtakanna er vegið gróflega að æru og heiðarleika starfsfólks Útlendingastofnunar og því gefið að sök að fylgja annarlegum sjónarmiðum í sínum störfum og að virða ekki þau lög og reglur sem þeim ber að fara eftir. Það er eitt að hafa skoðun á því hvernig lög og reglur eru hér á landi og eftir atvikum hvort framkvæmd þeirra tryggi þau markmið sem sett eru fram í löggjöf. En að níða skóinn af því starfsfólki sem vinnur við þennan krefjandi málaflokk á hverjum degi er vægast sagt smekklaust og ófyrirleitið. Með því að beina spjótum sínum að starfsfólki, jafnvel undir því yfirskini að um grín sé að ræða, er reynt að hafa áhrif á vinnubrögð starfsfólksins sem og þá ímynd sem almenningur hefur af þeim einstaklingum sem vinna við þennan málaflokk, í þeim tilgangi væntanlega að þeir skammist sín fyrir að fara eftir sinni bestu sannfæringu í störfum sínum við framkvæmd laga og reglna. Málefnalegri nálgun væri að beina gagnrýninni að þeim sem fara með stjórn þessa málaflokks og handhöfum löggjafarvaldsins og gera það með áreiðanlegum upplýsingum og hófstilltri orðræðu.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku hafa samtökin Réttur barna á flótta birt myndbönd til stuðnings fjáröflunarátaki fyrir börn á flótta. Þar virðist tilgangurinn vera að slá upp spaugilegri mynd af störfum starfsfólks Útlendingastofnunar í þágu átaksins og til að koma á framfæri gagnrýni á meðferð mála þessa viðkvæma hóps. Það er gott og vel en ekki er hægt að láta hjá líða að gera athugasemdir við nálgun átaksins. Í myndböndum samtakanna er vegið gróflega að æru og heiðarleika starfsfólks Útlendingastofnunar og því gefið að sök að fylgja annarlegum sjónarmiðum í sínum störfum og að virða ekki þau lög og reglur sem þeim ber að fara eftir. Það er eitt að hafa skoðun á því hvernig lög og reglur eru hér á landi og eftir atvikum hvort framkvæmd þeirra tryggi þau markmið sem sett eru fram í löggjöf. En að níða skóinn af því starfsfólki sem vinnur við þennan krefjandi málaflokk á hverjum degi er vægast sagt smekklaust og ófyrirleitið. Með því að beina spjótum sínum að starfsfólki, jafnvel undir því yfirskini að um grín sé að ræða, er reynt að hafa áhrif á vinnubrögð starfsfólksins sem og þá ímynd sem almenningur hefur af þeim einstaklingum sem vinna við þennan málaflokk, í þeim tilgangi væntanlega að þeir skammist sín fyrir að fara eftir sinni bestu sannfæringu í störfum sínum við framkvæmd laga og reglna. Málefnalegri nálgun væri að beina gagnrýninni að þeim sem fara með stjórn þessa málaflokks og handhöfum löggjafarvaldsins og gera það með áreiðanlegum upplýsingum og hófstilltri orðræðu.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar