Golf

Óvenjuleg tilkynning

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Jack Nicklaus til vinstri ásamt yfirmanni PGA-mótaraðarinnar Jay Monahan og Rory McIlroy. Bikarinn er á milli Nicklaus og McIlroy.
Jack Nicklaus til vinstri ásamt yfirmanni PGA-mótaraðarinnar Jay Monahan og Rory McIlroy. Bikarinn er á milli Nicklaus og McIlroy. vísir/getty

Rory McIlroy, sem valinn var kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni í þriðja skipti á ferlinum, fékk að vita að hann hefði unnið Jack Nicklaus-bikarinn frá sjálfum Jack Nicklaus þar sem þeir sátu í bikaraherberginu á The Bear’s Club.

Þegar komið var með bikarinn sagði McIlroy að hann ætti einmitt tvo svona. Þá svaraði Nicklaus: „Núna áttu þrjá. Til hamingju!“ Við það sprungu allir úr hlátri og hamingjuóskunum rigndi yfir McIlroy.

McIlroy vann FedEx-bikarinn með því að vinna lokamót PGA-mótaraðarinnar, en hann vann einnig Players-risamótið og Opna kanadíska RBC-mótið á mótaröðinni.

McIlroy endaði alls fjórtánsinnum á topp tíu listanum á þeim nítján mótum sem hann tók þátt í. Það eru kylfingarnir sjálfir sem kjósa, en McIlroy hafði unnið bikarinn eftirsótta árið 2012 og aftur árið 2014.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.