Golf

Óvenjuleg tilkynning

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Jack Nicklaus til vinstri ásamt yfirmanni PGA-mótaraðarinnar Jay Monahan og Rory McIlroy. Bikarinn er á milli Nicklaus og McIlroy.
Jack Nicklaus til vinstri ásamt yfirmanni PGA-mótaraðarinnar Jay Monahan og Rory McIlroy. Bikarinn er á milli Nicklaus og McIlroy. vísir/getty
Rory McIlroy, sem valinn var kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni í þriðja skipti á ferlinum, fékk að vita að hann hefði unnið Jack Nicklaus-bikarinn frá sjálfum Jack Nicklaus þar sem þeir sátu í bikaraherberginu á The Bear’s Club.

Þegar komið var með bikarinn sagði McIlroy að hann ætti einmitt tvo svona. Þá svaraði Nicklaus: „Núna áttu þrjá. Til hamingju!“ Við það sprungu allir úr hlátri og hamingjuóskunum rigndi yfir McIlroy.

McIlroy vann FedEx-bikarinn með því að vinna lokamót PGA-mótaraðarinnar, en hann vann einnig Players-risamótið og Opna kanadíska RBC-mótið á mótaröðinni.

McIlroy endaði alls fjórtánsinnum á topp tíu listanum á þeim nítján mótum sem hann tók þátt í. Það eru kylfingarnir sjálfir sem kjósa, en McIlroy hafði unnið bikarinn eftirsótta árið 2012 og aftur árið 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×