Lærdómurinn Hörður Ægisson skrifar 13. september 2019 07:00 Skiptir samkeppnishæfni Íslands máli? Svarið virðist einhlítt en orð og efndir fara sjaldnast saman hjá stjórnvöldum. Fyrir þá sem kjósa einfaldar skýringar er auðveldast að telja sér trú um að krónan sé orsök hærra vaxtastigs en í nágrannaríkjum okkar. Ástæðurnar eru flóknari og margþættari. Heimatilbúnar aðgerðir skipta meira máli. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum hafa skilað þeirri niðurstöðu að við höfum búið til dýrasta bankakerfi í Evrópu. Þessu munu embættismenn og starfsmenn FME vafalaust neita, enda gerir það starf þeirra auðveldara að svona sé búið um hnútana, en þetta er samt staðan. Afleiðingarnar eru hærri fjármögnunarkostnaður fyrirtækja og lakari framleiðni. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Rannsóknir hafa sýnt að eins prósentustigs hækkun á vogunarhlutfalli, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, skili sér að jafnaði í hærri lánskjörum sem nemur um 0,16%. Vogunarhlutfall íslensku bankanna var um síðustu áramót að jafnaði um 15% á meðan það var um 5,5% í evrópskum bönkum. Sjónarmiðin sem hér togast á, eins og Benedikt Gíslason, nýr bankastjóri Arion banka, útskýrði í viðtali við Markaðinn, eru annars vegar varúðarkröfur og neytendavernd og hins vegar skilvirkni og hagkvæmni í fjármálakerfinu. „Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvar þessi jafnvægispunktur eigi að liggja en í dag er hann talsvert frá okkar nágrannalöndum,“ segir Benedikt. Í tilfelli Arion, sem hefur skilað arðsemi undir áhættulausum vöxtum, má segja að búið sé að svara þeirri spurningu. Bankinn er ekki lengur samkeppnisfær í útlánum til stærri fyrirtækja, sem geta sótt sér betri kjör á skuldabréfamarkaði, en eftir sitja minni og meðalstór fyrirtæki sem reiða sig á dýra fjármögnun í bankakerfinu. Þessi umræða, sem snýst ekki um að gera eigi bankana berskjaldaða gagnvart fjármálaáföllum, varðar ekki aðeins hagsmuni viðskiptavina heldur einnig ríkisins. Bankasýslan hefur sett fram tillögur sínar um næstu skref í söluferli bankanna. Þær hugmyndir, sem eru skynsamlegar, lúta að því að seldur verði fjórðungshlutur í Íslandsbanka með útboði og tvíhliða skráningu eða að allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem fjárfestingabankar og sjóðir gera tilboð. Lilja Alfreðsdóttir hefur sagst leggja áherslu á mikilvægi þess að eigendastefna ríkisins verði áður uppfærð og eins að staðið verðið þannig að málum að almenningur muni hafa traust á ferlinu og í garð fjármálakerfisins. Undir þau sjónarmið má taka. Meira þarf samt til. Áhugasamir fjárfestar, sem bíða ekki í röðum, vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð horft fram í tímann. Þar er ekki síður mikilvægt að sýn ríkisstjórnarinnar liggi fyrir, meðal annars um skattlagningu, eiginfjárkröfur og samstarf til að minnka upplýsingatæknikostnað, enda ræður það miklu um það verð sem skattgreiðendur geta vænst þess að fá fyrir bankana. Lærdómur síðustu ára, sem við sáum hvað skýrast við úrlausn slitabúa föllnu bankanna og áætlunar um losun hafta, er að pólitískt eignarhald er forsenda árangurs í stórum og flóknum málum. Sala á tveimur bönkum, sem eru með yfir 400 milljarða í eigið fé, er slíkt verkefni. Bankasýslan hefur gert sitt, en nú er komið að stjórnmálunum að taka við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skiptir samkeppnishæfni Íslands máli? Svarið virðist einhlítt en orð og efndir fara sjaldnast saman hjá stjórnvöldum. Fyrir þá sem kjósa einfaldar skýringar er auðveldast að telja sér trú um að krónan sé orsök hærra vaxtastigs en í nágrannaríkjum okkar. Ástæðurnar eru flóknari og margþættari. Heimatilbúnar aðgerðir skipta meira máli. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum hafa skilað þeirri niðurstöðu að við höfum búið til dýrasta bankakerfi í Evrópu. Þessu munu embættismenn og starfsmenn FME vafalaust neita, enda gerir það starf þeirra auðveldara að svona sé búið um hnútana, en þetta er samt staðan. Afleiðingarnar eru hærri fjármögnunarkostnaður fyrirtækja og lakari framleiðni. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Rannsóknir hafa sýnt að eins prósentustigs hækkun á vogunarhlutfalli, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, skili sér að jafnaði í hærri lánskjörum sem nemur um 0,16%. Vogunarhlutfall íslensku bankanna var um síðustu áramót að jafnaði um 15% á meðan það var um 5,5% í evrópskum bönkum. Sjónarmiðin sem hér togast á, eins og Benedikt Gíslason, nýr bankastjóri Arion banka, útskýrði í viðtali við Markaðinn, eru annars vegar varúðarkröfur og neytendavernd og hins vegar skilvirkni og hagkvæmni í fjármálakerfinu. „Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvar þessi jafnvægispunktur eigi að liggja en í dag er hann talsvert frá okkar nágrannalöndum,“ segir Benedikt. Í tilfelli Arion, sem hefur skilað arðsemi undir áhættulausum vöxtum, má segja að búið sé að svara þeirri spurningu. Bankinn er ekki lengur samkeppnisfær í útlánum til stærri fyrirtækja, sem geta sótt sér betri kjör á skuldabréfamarkaði, en eftir sitja minni og meðalstór fyrirtæki sem reiða sig á dýra fjármögnun í bankakerfinu. Þessi umræða, sem snýst ekki um að gera eigi bankana berskjaldaða gagnvart fjármálaáföllum, varðar ekki aðeins hagsmuni viðskiptavina heldur einnig ríkisins. Bankasýslan hefur sett fram tillögur sínar um næstu skref í söluferli bankanna. Þær hugmyndir, sem eru skynsamlegar, lúta að því að seldur verði fjórðungshlutur í Íslandsbanka með útboði og tvíhliða skráningu eða að allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem fjárfestingabankar og sjóðir gera tilboð. Lilja Alfreðsdóttir hefur sagst leggja áherslu á mikilvægi þess að eigendastefna ríkisins verði áður uppfærð og eins að staðið verðið þannig að málum að almenningur muni hafa traust á ferlinu og í garð fjármálakerfisins. Undir þau sjónarmið má taka. Meira þarf samt til. Áhugasamir fjárfestar, sem bíða ekki í röðum, vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð horft fram í tímann. Þar er ekki síður mikilvægt að sýn ríkisstjórnarinnar liggi fyrir, meðal annars um skattlagningu, eiginfjárkröfur og samstarf til að minnka upplýsingatæknikostnað, enda ræður það miklu um það verð sem skattgreiðendur geta vænst þess að fá fyrir bankana. Lærdómur síðustu ára, sem við sáum hvað skýrast við úrlausn slitabúa föllnu bankanna og áætlunar um losun hafta, er að pólitískt eignarhald er forsenda árangurs í stórum og flóknum málum. Sala á tveimur bönkum, sem eru með yfir 400 milljarða í eigið fé, er slíkt verkefni. Bankasýslan hefur gert sitt, en nú er komið að stjórnmálunum að taka við.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun