Golf

Evrópa leiðir eftir fyrsta keppnisdag Solheim-bikarsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hin norska Suzann Pettersen í snúinni stöðu.
Hin norska Suzann Pettersen í snúinni stöðu. vísir/getty

Evrópa er með eins stigs forystu á Bandaríkin, 4,5-3,5, eftir fyrsta keppnisdag Solheim-bikarsins. Leikið er á Gleneagles-vellinum í Skotlandi.

Leiknar voru tvær umferðir í dag. Fyrir hádegi var fjórmenningur leikinn en eftir hádegi var leikið með betri bolta.

Eftir fjórmenningin var Evrópa með eins stigs forystu, 2,5-1,5. Evrópa vann tvo leiki, Bandaríkin einn og einum lyktaði með jafntefli.

Jessica og Nelly Korda frá Bandaríkjunum urðu fyrstu systurnar til að leika saman í Solheim-bikarnum. Þær unnu Caroline Masson og Jodi Ewart Shadoff, 6/4.

Eftir hádegi unnu liðin sitt hvorn leikinn og tveir enduðu með jafntefli.

Á morgun verður leikið með sama fyrirkomulagi, þ.e. fjórmenningur og betri bolti.

Bein útsending frá öðrum keppnisdegi Solheim-bikarsins hefst klukkan 07:00 í fyrramálið á Golfstöðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.