Til reiðu búinn í París og London Björn Teitsson skrifar 14. september 2019 10:00 Játning: þessi grein fjallar ekki um ævintýri ungs manns í eldhúsum Parísar. Hún fjallar ekki heldur um sambærileg ævintýri í algeru reiðuleysi í Lundúnum. Sá texti hefur þegar verið skrifaður. Þessi grein fjallar um eitthvað miklu leiðinlegra. Hún fjallar um umferðar-og umhverfismál.Í reiðuleysi… Bregðum okkur til síðustu aldamóta. Það vill svo til, að í upphafi 21. aldar, höfðu bæði París og Lundúnir á glænýjum borgarstjóra á að skipa. Í París var Bertrand Delanoë kosinn borgarstjóri árið 2001. Ári fyrr hafði Ken Livingstone verið kosinn í Lundúnum (reyndar fyrstur allra í það embætti en það er önnur saga). Báðir þessir menn glímdu við mikil umferðarvandamál þegar þeir tóku við embætti. Einnig vandamál sem mátti rekja til slæmra loftgæða og hávaðamengunar. Í stuttu máli var vandamálið mjög einfalt, beggja vegna Ermarsundsins. Það voru of margir bílar. Borgarstjórarnir tveir gerðu sitt besta til að taka á þessu vandamáli. Þeir notuðu hins vegar til þess mismunandi leiðir. Skoðum málið.Í París Rétt er að taka fram í byrjun, að París er gönguborg. Í París labbar fólk. Týnist viljandi í þröngum götum í Mýrinni. Stoppar og fær sér kaffi. Allar steríótýpur um Beaudelaire eða önnur skáld sem tileinkuðu sér lífsstíl flanara á19. öld eru dagsannar. Sé þannig miðað við hlutfallslega skiptingu milli ferðamáta (modal share), var ekkert það mikið af bílum í París. Ekki á okkar mælikvarða. Þegar Delanoëtók við embætti voru um 20% ferða farnar á einkabíl. Um 45% fóru labbandi. Til samanburðar hafa tölur frá höfuðborgarsvæðinu sýnt að um 75% nota einkabíl. Gott og vel. Til einföldunar: Delanoë tæklaði vandamálið með alvöru „aðför“. Göngugötum var fjölgað til muna, hluti árbakka Signu var gerður að baðströnd á sumrin, 600 kílómetrar af hjólastígum voru lagðir, frægasta deilihjólakerfi Evrópu, Vélib’, var kynnt til sögunnar, götur voru endurhannaðar með forgangsreinum fyrir almenningssamgöngur og bílastæðagjöld voru hækkuð umtalsvert. Arftaki Delanoëíembætti, og fyrrum aðstoðarkona, Anne Hidalgo, hefur síðan haldið áfram þessari vegferð og gert enn stærri svæði bíllaus, Parísarbúum og gestum borgarinnar til ómældrar ánægju. Loftgæði eru mun betri, hávaðamengun er minni og færra fólk notar bíl. Áðurnefnd hlutfallsleg skipting var, árið 2010 orðin eftirfarandi: bílaferðir: 12%, gangandi ferðir 53%. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Og London Aðstæður voru, og eru, talsvert öðruvísi í Lundúnum. Þar voru miklu fleiri bílar en í París. Árið 1998 voru 48% allra ferða innan borgarinnar farnar á einkabíl. Um 24% fóru gangandi og 26% notuðu almenningssamgöngur (aðeins 2% fóru hjólandi í Lundúnum enda aðstæður þar hræðilegar fyrir hjólafólk í upphafi 21. aldar). Livingstone fór allt aðra leið en Delanoë. Hann lagði á tafargjöld/veggjöld (congestion charge). Gjaldið var innheimt af ökumönnum sem áttu leið í miðborg Lundúna og átti að þjóna þeim tilgangi að fækka bílum, minnka mengun og um leið fjármagna innviðauppbyggingu grænna ferðamáta. Endurbæta átti strætókerfið, endurheimta almenningssvæði og fjármagna innviðauppbyggingu hjólastíga, þar sem þörf var á grettistaki. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi. Árið 2011 hafði bílferðum fækkað verulega, voru komnar niður í 39% allra ferða. Notendum almenningssamgangna hafði fjölgað, þá orðnar 35% allra ferða. Síðan þá er reyndar gleðiefni að segja frá því að æ fleiri Lundúnabúar kjósa nú að hjóla eftir áralanga innviðauppbyggingu. En að kjarna málsins. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Samgöngur Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Játning: þessi grein fjallar ekki um ævintýri ungs manns í eldhúsum Parísar. Hún fjallar ekki heldur um sambærileg ævintýri í algeru reiðuleysi í Lundúnum. Sá texti hefur þegar verið skrifaður. Þessi grein fjallar um eitthvað miklu leiðinlegra. Hún fjallar um umferðar-og umhverfismál.Í reiðuleysi… Bregðum okkur til síðustu aldamóta. Það vill svo til, að í upphafi 21. aldar, höfðu bæði París og Lundúnir á glænýjum borgarstjóra á að skipa. Í París var Bertrand Delanoë kosinn borgarstjóri árið 2001. Ári fyrr hafði Ken Livingstone verið kosinn í Lundúnum (reyndar fyrstur allra í það embætti en það er önnur saga). Báðir þessir menn glímdu við mikil umferðarvandamál þegar þeir tóku við embætti. Einnig vandamál sem mátti rekja til slæmra loftgæða og hávaðamengunar. Í stuttu máli var vandamálið mjög einfalt, beggja vegna Ermarsundsins. Það voru of margir bílar. Borgarstjórarnir tveir gerðu sitt besta til að taka á þessu vandamáli. Þeir notuðu hins vegar til þess mismunandi leiðir. Skoðum málið.Í París Rétt er að taka fram í byrjun, að París er gönguborg. Í París labbar fólk. Týnist viljandi í þröngum götum í Mýrinni. Stoppar og fær sér kaffi. Allar steríótýpur um Beaudelaire eða önnur skáld sem tileinkuðu sér lífsstíl flanara á19. öld eru dagsannar. Sé þannig miðað við hlutfallslega skiptingu milli ferðamáta (modal share), var ekkert það mikið af bílum í París. Ekki á okkar mælikvarða. Þegar Delanoëtók við embætti voru um 20% ferða farnar á einkabíl. Um 45% fóru labbandi. Til samanburðar hafa tölur frá höfuðborgarsvæðinu sýnt að um 75% nota einkabíl. Gott og vel. Til einföldunar: Delanoë tæklaði vandamálið með alvöru „aðför“. Göngugötum var fjölgað til muna, hluti árbakka Signu var gerður að baðströnd á sumrin, 600 kílómetrar af hjólastígum voru lagðir, frægasta deilihjólakerfi Evrópu, Vélib’, var kynnt til sögunnar, götur voru endurhannaðar með forgangsreinum fyrir almenningssamgöngur og bílastæðagjöld voru hækkuð umtalsvert. Arftaki Delanoëíembætti, og fyrrum aðstoðarkona, Anne Hidalgo, hefur síðan haldið áfram þessari vegferð og gert enn stærri svæði bíllaus, Parísarbúum og gestum borgarinnar til ómældrar ánægju. Loftgæði eru mun betri, hávaðamengun er minni og færra fólk notar bíl. Áðurnefnd hlutfallsleg skipting var, árið 2010 orðin eftirfarandi: bílaferðir: 12%, gangandi ferðir 53%. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Og London Aðstæður voru, og eru, talsvert öðruvísi í Lundúnum. Þar voru miklu fleiri bílar en í París. Árið 1998 voru 48% allra ferða innan borgarinnar farnar á einkabíl. Um 24% fóru gangandi og 26% notuðu almenningssamgöngur (aðeins 2% fóru hjólandi í Lundúnum enda aðstæður þar hræðilegar fyrir hjólafólk í upphafi 21. aldar). Livingstone fór allt aðra leið en Delanoë. Hann lagði á tafargjöld/veggjöld (congestion charge). Gjaldið var innheimt af ökumönnum sem áttu leið í miðborg Lundúna og átti að þjóna þeim tilgangi að fækka bílum, minnka mengun og um leið fjármagna innviðauppbyggingu grænna ferðamáta. Endurbæta átti strætókerfið, endurheimta almenningssvæði og fjármagna innviðauppbyggingu hjólastíga, þar sem þörf var á grettistaki. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi. Árið 2011 hafði bílferðum fækkað verulega, voru komnar niður í 39% allra ferða. Notendum almenningssamgangna hafði fjölgað, þá orðnar 35% allra ferða. Síðan þá er reyndar gleðiefni að segja frá því að æ fleiri Lundúnabúar kjósa nú að hjóla eftir áralanga innviðauppbyggingu. En að kjarna málsins. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun