Jafnt fyrir lokadag Solheim-bikarsins

Bandaríkin og Evrópa eru jöfn fyrir þriðja og síðasta keppnisdag Solheim-bikarsins í golfi. Staðan eftir fyrstu tvo keppnisdagana er 8-8.
An impressive display from @LizetteSalas5 and @daniellekang to wrap the day up@SolheimCupUSA finish the final game off on the 17th and we go in to Sunday singles ALL SQUARE AT 8-8#SolheimCup #ItAllLeadsToThisMoment pic.twitter.com/dsm8PglDRo
— The 2019 Solheim Cup (@2019solheimcup) September 14, 2019
Evrópska liðið var með forystu eftir fyrsta keppnisdaginn, 4,5-3,5. Eftir fjórboltann í morgun var Evrópa enn yfir, 6,5-5,5.
Bandaríska liðið náði sér betur á strik eftir hádegi þar sem leikið var með betri bolta. Bandaríkin unnu tvo leiki, Evrópa einn og einum lyktaði með jafntefli.
Leiknir verða tvímenningsleikir á morgun. Þar eru tólf stig í boði.
Bein útsending á lokadegi Solheims-bikarsins hefst 10:30 á Golfstöðinni á morgun.
Hér fyrir neðan má sjá viðureignir morgundagsins.
#SolheimCup Sunday singles line-up
Which matches will you watching??
And now who do you think will lift the #SolheimCup, @SolheimCupEuro or @SolheimCupUSA? pic.twitter.com/2LuDLcQhpJ
— The 2019 Solheim Cup (@2019solheimcup) September 14, 2019
Tengdar fréttir

Evrópa leiðir eftir fyrsta keppnisdag Solheim-bikarsins
Evrópa er með eins stigs forskot á Bandaríkin eftir fyrsta keppnisdag Solheim-bikarsins í golfi.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.