Golf

Jafnt fyrir lokadag Solheim-bikarsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lexi Thompson frá Bandaríkjunum á lokaholunni á Gleneagles-vellinum í Skotlandi.
Lexi Thompson frá Bandaríkjunum á lokaholunni á Gleneagles-vellinum í Skotlandi. vísir/getty
Bandaríkin og Evrópa eru jöfn fyrir þriðja og síðasta keppnisdag Solheim-bikarsins í golfi. Staðan eftir fyrstu tvo keppnisdagana er 8-8.Evrópska liðið var með forystu eftir fyrsta keppnisdaginn, 4,5-3,5. Eftir fjórboltann í morgun var Evrópa enn yfir, 6,5-5,5.Bandaríska liðið náði sér betur á strik eftir hádegi þar sem leikið var með betri bolta. Bandaríkin unnu tvo leiki, Evrópa einn og einum lyktaði með jafntefli.Leiknir verða tvímenningsleikir á morgun. Þar eru tólf stig í boði.Bein útsending á lokadegi Solheims-bikarsins hefst 10:30 á Golfstöðinni á morgun.Hér fyrir neðan má sjá viðureignir morgundagsins.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.