Umfjöllun: Selfoss 28-35 ÍR | ÍR-ingar skelltu Íslandsmeisturunum

Hólmar Höskuldsson skrifar
Bergvin Þór Gíslason.
Bergvin Þór Gíslason. vísir/ernir
ÍR fór illa með Íslandsmeistara Selfoss í Olís-deild karla í kvöld þar sem Breiðhyltingar unnu sjö marka sigur eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í leikhléi, 13-15.Af hverju   vann  ÍR?Sigurður Ingiberg stóð vaktina gífurlega vel í marki ÍR í kvöld. Að auki voru Selfyssingar með 9 tapað bolta en ÍR-ingar skoruðu 8 mörk úr hraðaupphlaupum gegn aðeins einu hraðaupphlaupsmarki Selfyssinga. Má með sanni segja að það hafi haft eitthvað að gera með þennan geysisterka sigur ÍR-inga.Hverjir   stóðu   upp   úr ?  Í liði ÍR var Björgvin Hólmgeirsson með 8 mörk og 3 stoðsendingar og Sveinn Andri Sveinsson með 7 mörk ásamt því að Sigurður Ingiberg var með ásættanlega 33% markvörslu.Í liði Selfyssinga var Haukur Þrastarson atkvæðamestur með 7 mörk og 6 stoðsendingar og Hergeir Grímsson með 6 mörk.Hvað   gekk   illa  Vörn   Selfyssinga   átti   erfitt   uppdráttar   þrátt   fyrir   sæmilega  30%  vörslu   hjá   markvörðum   Selfoss , en oft á tíðum  virkaði   auðveldara   fyrir  ÍR-inga    skora   heldur  en  Selfyssingana .Hvað  gerist   næstAugljóst   er     Selfoss   þarf   eitthvað     líta  í  eigin   barm   og   laga   sinn   varnarleik   áður  en  þeir   mæta   sterku   liði  Vals í  Origo   Höllinni     Hlíðarenda   næstkomandi   laugardag. ÍR-inga bíður mun auðveldari bráð þar sem þeir mæta nýliðum HK í næstu umferð.  

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.