Miðbærinn, hjarta Hafnarfjarðar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 17. september 2019 07:00 Á fundi bæjarráðs þann 15. ágúst síðastliðinn var samþykkt að drög að skýrslu (hér eftir skýrsla) frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar færi á vef bæjarfélagsins í 30 daga til umsagnar. Sá frestur rennur út 20. september næstkomandi. Starfshópurinn hafði nokkuð breiða skírskotun, þar sem sátu m.a. fulltrúi íbúa, fyrirtækja, Markaðsstofu Hafnarfjarðar ásamt fulltrúum frá meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vinna starfshópsins var góð, þar sem mikil áhersla var lögð á að vanda vel til verka og að um skýrsluna sjálfa myndi ríkja góð samstaða og sameiginlegur skilningur. Misskilnings hefur gætt í umræðunni Það er engum vafa undirorpið að allar umræður í tengslum við framtíðarskipulag miðbæjarins snerta hjörtu bæjarbúa. Það er skiljanlegt og þau viðbrögð sem fram hafa komið eftir að skýrslan var gerð opinber sýna það vel. Hins vegar hefur nokkurs misskilnings gætt í umræðunni síðustu daga sem hefur einna helst snúist um myndir og tillögur sem unnar voru af arkitektum og skilað var í lok síðasta kjörtímabils; algjörlega án forskriftar. Þetta hefur gerst á kostnað hinnar raunverulegu skýrslu sem nú er til umsagnar, þeirra tillagna og vangaveltna sem þar er að finna og íbúum gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á. Skipulag miðbæjar er enn á hugmyndastigi Það er því mikilvægt að halda því til haga að þær teikningar og tillögur eins og þær liggja fyrir frá arkitektum og fylgdu með skýrslunni, eru ekki hluti af vinnu eða tillögum starfshópsins. Engin skipulagstillaga hefur verið lögð fram af hálfu bæjarins enda skipulagsvinnan ekki hafin. Líkt og starfshópurinn bendir á er nauðsynlegt að vinna áfram að verkefninu samkvæmt þeirri forskrift sem starfshópurinn leggur til í skýrslu sinn, sem og mikilvægi þess að tengja áframhaldandi vinnu við skipulag miðbæjarins við þá uppbyggingu og þróun sem nú á sér stað á Flensborgarhöfn og á Hraun vestur. Íbúafundur í dag, 17. september Um leið og við þökkum fyrir öll þau viðbrögð sem við höfum fengið, vil ég áfram hvetja ykkur til að senda inn umsögn við skýrslu starfshópsins og mæta á íbúafundinn sem haldinn verður í dag, 17. september, um sama mál. Allar nánari upplýsingar um skýrsluna og íbúafundinn má finna á vef Hafnarfjarðarbæjar. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs og formaður starfshóps um skipulag miðbæjarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi bæjarráðs þann 15. ágúst síðastliðinn var samþykkt að drög að skýrslu (hér eftir skýrsla) frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar færi á vef bæjarfélagsins í 30 daga til umsagnar. Sá frestur rennur út 20. september næstkomandi. Starfshópurinn hafði nokkuð breiða skírskotun, þar sem sátu m.a. fulltrúi íbúa, fyrirtækja, Markaðsstofu Hafnarfjarðar ásamt fulltrúum frá meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vinna starfshópsins var góð, þar sem mikil áhersla var lögð á að vanda vel til verka og að um skýrsluna sjálfa myndi ríkja góð samstaða og sameiginlegur skilningur. Misskilnings hefur gætt í umræðunni Það er engum vafa undirorpið að allar umræður í tengslum við framtíðarskipulag miðbæjarins snerta hjörtu bæjarbúa. Það er skiljanlegt og þau viðbrögð sem fram hafa komið eftir að skýrslan var gerð opinber sýna það vel. Hins vegar hefur nokkurs misskilnings gætt í umræðunni síðustu daga sem hefur einna helst snúist um myndir og tillögur sem unnar voru af arkitektum og skilað var í lok síðasta kjörtímabils; algjörlega án forskriftar. Þetta hefur gerst á kostnað hinnar raunverulegu skýrslu sem nú er til umsagnar, þeirra tillagna og vangaveltna sem þar er að finna og íbúum gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á. Skipulag miðbæjar er enn á hugmyndastigi Það er því mikilvægt að halda því til haga að þær teikningar og tillögur eins og þær liggja fyrir frá arkitektum og fylgdu með skýrslunni, eru ekki hluti af vinnu eða tillögum starfshópsins. Engin skipulagstillaga hefur verið lögð fram af hálfu bæjarins enda skipulagsvinnan ekki hafin. Líkt og starfshópurinn bendir á er nauðsynlegt að vinna áfram að verkefninu samkvæmt þeirri forskrift sem starfshópurinn leggur til í skýrslu sinn, sem og mikilvægi þess að tengja áframhaldandi vinnu við skipulag miðbæjarins við þá uppbyggingu og þróun sem nú á sér stað á Flensborgarhöfn og á Hraun vestur. Íbúafundur í dag, 17. september Um leið og við þökkum fyrir öll þau viðbrögð sem við höfum fengið, vil ég áfram hvetja ykkur til að senda inn umsögn við skýrslu starfshópsins og mæta á íbúafundinn sem haldinn verður í dag, 17. september, um sama mál. Allar nánari upplýsingar um skýrsluna og íbúafundinn má finna á vef Hafnarfjarðarbæjar. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs og formaður starfshóps um skipulag miðbæjarsins.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun