Handbolti

Þriggja marka sigur hjá Íslendingunum í GOG

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óðinn skoraði eitt mark í dag
Óðinn skoraði eitt mark í dag vísir/eyþór

Íslendingalið GOG hafði betur gegn Árhúsum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Óðinn Þór Ríkharðsson og Arnar Freyr Arnarsson höfðu báðir nokkuð hægt um sig í markaskorun, skoruðu eitt mark hvor í 33-30 sigri GOG.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði níu bolta í markinu og var með þrjátíu prósenta markvörslu.

Heimamenn í GOG voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu leikinn 20-17 í hálfleik þar sem mikið var skorað.

Gestirnir byrjuðu betur og jöfnuðu metin í 21-21 á 35. mínútu. Þá tóku heimamenn aftur við sér og komust yfir á nýjan leik. Þeirri forystu héldu þeir til loka og unnu þriggja marka sigur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.