Handbolti

Guðjón Valur skoraði fjögur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðjón fagnar marki fyrir PSG
Guðjón fagnar marki fyrir PSG vísir/getty

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Paris-Saint Germain unnu sex marka sigur á Chartres í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Guðjón Valur skoraði 4 mörk af 36 mörkum PSG í 36-30 útisigri. Markahæstir í liði PSG voru Kim Ekdahl og Nedim Ramili með sex mörk.

Heimamenn í Chartres byrjuðu leikinn betur en um miðjan fyrri hálfleikinn komst PSG yfir. Í hálfleik var staðan 14-17 fyrir PSG.

Gestirnir juku forystu sína í seinni hálfleik og unnu að lokum þægilegan sigur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.