Í dag er ungu fólki mismunað eftir því hvenær á árinu það er fætt. Ungu fólki sem fylgst hefur að í gegnum grunnskóla, tekið þátt í félagsstarfi saman og eru álitnir jafningar í augum samfélagsins. Mismununin fellst í því að veita kosningarétt miðað við afmælisdag en ekki við ár. Ef að einstaklingar eru taldir jafnir í samfélaginu, af hverju eru þeir það ekki þegar kemur að því að kjósa fulltrúa þeirra í lýðræðislegum kosningum?
Eflaust hafa margir, sem fæddir eru seinna á árinu, lent í því að hafa misst af tækifæri til að taka þátt í kosningum, jafnvel þeir sem hafa brennandi áhuga á stjórnmálum en standa ekki jöfnum fæti og jafnaldrar sínir í augum laganna. Einhvers staðar verður að setja mörkin, en spurningin er: af hverju að miða þau við fæðingardag í stað fæðingarárs? Nú er grunnskólinn til að mynda miðaður við fæðingarár en ekki dag, enda óraunhæft að hafa sérstakan bekk fyrir hvern afmælisdag. Er það hins vegar óraunhæft að breyta því hvenær við öðlumst mikilvægasta réttinn í lýðræðisríki, réttinn til kosninga?
Það er ekki róttæk krafa ungs fólks að hætt verði að mismuna eftir afmælisdögum og að kosningaréttur verði veittur við byrjun árs en ekki við afmælisdag. Það er ekki óraunhæf krafa að breyta lögum þess efnis.
Höfundur situr í varastjórn Sambands ungra Framsóknarmanna og Félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði.

Hættum að mismuna eftir afmælisdögum
Skoðun

Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Garðavogur?
Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Laun fyrir að kúka í kassa
Heiða Þórðar skrifar

Hamingjan er það sem allir sækjast eftir
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar

Hatursorðræða og umsögn Reykjavíkurborgar
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Vegna fyrirhugaðrar upptöku á notkun rafbyssa við löggæslustörf á Íslandi
Eva Einarsdóttir skrifar

Með lögum skal land byggja en ekki með ólögum eyða
Askur Hrafn Hannesson,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar

Delluathvarf Stefáns
Konráð S. Guðjónsson skrifar

Farsæld til framtíðar
Bóas Hallgrímsson skrifar

Vg leggur smábátasjómenn á höggstokkinn!
Inga Sæland skrifar

Aðför að réttindum launþega
Birgir Dýrfjörð skrifar

Nýjasta trendið er draugur fortíðar
Sigmar Guðmundsson skrifar

Grasrót gegn útlendingafrumvarpi
Hópur fólks innan Vinstri grænna skrifar

Jafnréttisbarátta í 116 ár
Tatjana Latinovic skrifar