Skoðun

Hættum að mismuna eftir afmælisdögum

Gunnar Ásgrímsson skrifar

Í dag er ungu fólki mismunað eftir því hvenær á árinu það er fætt. Ungu fólki sem fylgst hefur að í gegnum grunnskóla, tekið þátt í félagsstarfi saman og eru álitnir jafningar í augum samfélagsins. Mismununin fellst í því að veita kosningarétt miðað við afmælisdag en ekki við ár.  Ef að einstaklingar eru taldir jafnir í samfélaginu, af hverju eru þeir það ekki þegar kemur að því að kjósa fulltrúa þeirra í lýðræðislegum kosningum?

Eflaust hafa margir, sem fæddir eru seinna á árinu, lent í því að hafa misst af tækifæri til að taka þátt í kosningum, jafnvel þeir sem hafa brennandi áhuga á stjórnmálum en standa ekki jöfnum fæti og jafnaldrar sínir í augum laganna. Einhvers staðar verður að setja mörkin, en spurningin er: af hverju að miða þau við fæðingardag í stað fæðingarárs? Nú er grunnskólinn til að mynda miðaður við fæðingarár en ekki dag, enda óraunhæft að hafa sérstakan bekk fyrir hvern afmælisdag. Er það hins vegar óraunhæft að breyta því hvenær við öðlumst mikilvægasta réttinn í lýðræðisríki, réttinn til kosninga?

Það er ekki róttæk krafa ungs fólks að hætt verði að mismuna eftir afmælisdögum og að kosningaréttur verði veittur við byrjun árs en ekki við afmælisdag. Það er ekki óraunhæf krafa að breyta lögum þess efnis.

Höfundur situr í varastjórn Sambands ungra Framsóknarmanna og Félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Skoðun

Skoðun

Af hverju?

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.