Uppsagnir á auglýsingastofunni Brandenburg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2019 11:51 Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri Brandenburg. Fréttablaðið/ernir Fjórum starfsmönnum var sagt upp störfum á auglýsingastofunni Brandenburg í liðinni viku. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg, segir fyrirtækið finna fyrir samdrætti í þjóðfélaginu eins og aðrir. „Það hafa fleiri stofur verið að segja upp fólki. Það er samdráttur í þjóðfélaginu, það er alveg ljóst, og við þurfum að bregðast við því. Okkar aðalkostnaður er launakostnaður þannig að það er eina leiðin sem við getum brugðist við. Þetta er bara þannig bransi. Þegar það gengur vel þá stækka stofurnar og þegar það samdráttur þá minnka stofurnar,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Íslandsbanki var stór viðskiptavinur hjá Brandenburg en í síðustu viku var greint frá því að bankinn væri hættur föstu samstarfi um auglýsingar. Aðspurður hvort að það hafi haft áhrif, til dæmis í tengslum við uppsagnirnar, svarar Ragnar því játandi. „Að sjálfsögðu hefur það áhrif. Það eru sveiflur í þessu eins og öðru. Þegar stórir viðskiptavinir eru að færa sig þá myndast samdráttur hjá stofunum sem að skapar auðvitað líka tækifæri fyrir stærri kúnna, þegar losnar um einn þá er laust pláss fyrir annan.“Miklar áhyggjur af því ef RÚV fer af auglýsingamarkaði Ragnar segir að fólk í auglýsingabransanum hafi svo áhyggjur af því ef það á að fara að sauma enn frekar að bransanum, til dæmis með því að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Það verður mikið högg fyrir skapandi greinar, auglýsingastofur og framleiðslufyrirtæki. Þá má búast við enn frekari samdrætti í auglýsingabransanum. Stærri fyrirtæki og bara öll fyrirtæki eru ekki að fara að leggja út í sjónvarpsauglýsingar ef miðlunum er að fækka,“ segir Ragnar.Þú hefur ekki trú á því að þau færi sig yfir á Stöð 2, sporstöðvarnar eða sjónvarp símans? „Nei, erlendar rannsóknir sýna það bara að það mun færast til San Fransisco, það fer bara á Google, Facebook, samfélagsmiðla og netið. Eftir því sem ljósvakamiðlunum fækkar því færri kostir eru fyrir auglýsandann að réttlæta það að fara út í sjónvarpsauglýsingagerð og nýta þessa miðla. Það er stærsta áhyggjuefnið sem við stöndum frammi fyrir okkur núna. Ef RÚV verður tekið út af auglýsingamarkaði mun það þýða enn meiri samdrátt hjá auglýsingastofunum og framleiðslufyrirtækjunum sérstaklega sem skipta gríðarlega miklu máli. Þetta eru mörg störf og mikið af fólki sem er að vinna við kvikmyndagerð og erlenda kvikmyndagerð og byggja upp þekkingu á þessu sviði. Það væri alveg hrikalegt ef sá bransi leggst af hreinlega,“ segir Ragnar. Auglýsinga- og markaðsmál Markaðir Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Fjórum starfsmönnum var sagt upp störfum á auglýsingastofunni Brandenburg í liðinni viku. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg, segir fyrirtækið finna fyrir samdrætti í þjóðfélaginu eins og aðrir. „Það hafa fleiri stofur verið að segja upp fólki. Það er samdráttur í þjóðfélaginu, það er alveg ljóst, og við þurfum að bregðast við því. Okkar aðalkostnaður er launakostnaður þannig að það er eina leiðin sem við getum brugðist við. Þetta er bara þannig bransi. Þegar það gengur vel þá stækka stofurnar og þegar það samdráttur þá minnka stofurnar,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Íslandsbanki var stór viðskiptavinur hjá Brandenburg en í síðustu viku var greint frá því að bankinn væri hættur föstu samstarfi um auglýsingar. Aðspurður hvort að það hafi haft áhrif, til dæmis í tengslum við uppsagnirnar, svarar Ragnar því játandi. „Að sjálfsögðu hefur það áhrif. Það eru sveiflur í þessu eins og öðru. Þegar stórir viðskiptavinir eru að færa sig þá myndast samdráttur hjá stofunum sem að skapar auðvitað líka tækifæri fyrir stærri kúnna, þegar losnar um einn þá er laust pláss fyrir annan.“Miklar áhyggjur af því ef RÚV fer af auglýsingamarkaði Ragnar segir að fólk í auglýsingabransanum hafi svo áhyggjur af því ef það á að fara að sauma enn frekar að bransanum, til dæmis með því að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Það verður mikið högg fyrir skapandi greinar, auglýsingastofur og framleiðslufyrirtæki. Þá má búast við enn frekari samdrætti í auglýsingabransanum. Stærri fyrirtæki og bara öll fyrirtæki eru ekki að fara að leggja út í sjónvarpsauglýsingar ef miðlunum er að fækka,“ segir Ragnar.Þú hefur ekki trú á því að þau færi sig yfir á Stöð 2, sporstöðvarnar eða sjónvarp símans? „Nei, erlendar rannsóknir sýna það bara að það mun færast til San Fransisco, það fer bara á Google, Facebook, samfélagsmiðla og netið. Eftir því sem ljósvakamiðlunum fækkar því færri kostir eru fyrir auglýsandann að réttlæta það að fara út í sjónvarpsauglýsingagerð og nýta þessa miðla. Það er stærsta áhyggjuefnið sem við stöndum frammi fyrir okkur núna. Ef RÚV verður tekið út af auglýsingamarkaði mun það þýða enn meiri samdrátt hjá auglýsingastofunum og framleiðslufyrirtækjunum sérstaklega sem skipta gríðarlega miklu máli. Þetta eru mörg störf og mikið af fólki sem er að vinna við kvikmyndagerð og erlenda kvikmyndagerð og byggja upp þekkingu á þessu sviði. Það væri alveg hrikalegt ef sá bransi leggst af hreinlega,“ segir Ragnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Markaðir Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira