Uppsagnir á auglýsingastofunni Brandenburg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2019 11:51 Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri Brandenburg. Fréttablaðið/ernir Fjórum starfsmönnum var sagt upp störfum á auglýsingastofunni Brandenburg í liðinni viku. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg, segir fyrirtækið finna fyrir samdrætti í þjóðfélaginu eins og aðrir. „Það hafa fleiri stofur verið að segja upp fólki. Það er samdráttur í þjóðfélaginu, það er alveg ljóst, og við þurfum að bregðast við því. Okkar aðalkostnaður er launakostnaður þannig að það er eina leiðin sem við getum brugðist við. Þetta er bara þannig bransi. Þegar það gengur vel þá stækka stofurnar og þegar það samdráttur þá minnka stofurnar,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Íslandsbanki var stór viðskiptavinur hjá Brandenburg en í síðustu viku var greint frá því að bankinn væri hættur föstu samstarfi um auglýsingar. Aðspurður hvort að það hafi haft áhrif, til dæmis í tengslum við uppsagnirnar, svarar Ragnar því játandi. „Að sjálfsögðu hefur það áhrif. Það eru sveiflur í þessu eins og öðru. Þegar stórir viðskiptavinir eru að færa sig þá myndast samdráttur hjá stofunum sem að skapar auðvitað líka tækifæri fyrir stærri kúnna, þegar losnar um einn þá er laust pláss fyrir annan.“Miklar áhyggjur af því ef RÚV fer af auglýsingamarkaði Ragnar segir að fólk í auglýsingabransanum hafi svo áhyggjur af því ef það á að fara að sauma enn frekar að bransanum, til dæmis með því að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Það verður mikið högg fyrir skapandi greinar, auglýsingastofur og framleiðslufyrirtæki. Þá má búast við enn frekari samdrætti í auglýsingabransanum. Stærri fyrirtæki og bara öll fyrirtæki eru ekki að fara að leggja út í sjónvarpsauglýsingar ef miðlunum er að fækka,“ segir Ragnar.Þú hefur ekki trú á því að þau færi sig yfir á Stöð 2, sporstöðvarnar eða sjónvarp símans? „Nei, erlendar rannsóknir sýna það bara að það mun færast til San Fransisco, það fer bara á Google, Facebook, samfélagsmiðla og netið. Eftir því sem ljósvakamiðlunum fækkar því færri kostir eru fyrir auglýsandann að réttlæta það að fara út í sjónvarpsauglýsingagerð og nýta þessa miðla. Það er stærsta áhyggjuefnið sem við stöndum frammi fyrir okkur núna. Ef RÚV verður tekið út af auglýsingamarkaði mun það þýða enn meiri samdrátt hjá auglýsingastofunum og framleiðslufyrirtækjunum sérstaklega sem skipta gríðarlega miklu máli. Þetta eru mörg störf og mikið af fólki sem er að vinna við kvikmyndagerð og erlenda kvikmyndagerð og byggja upp þekkingu á þessu sviði. Það væri alveg hrikalegt ef sá bransi leggst af hreinlega,“ segir Ragnar. Auglýsinga- og markaðsmál Markaðir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Fjórum starfsmönnum var sagt upp störfum á auglýsingastofunni Brandenburg í liðinni viku. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg, segir fyrirtækið finna fyrir samdrætti í þjóðfélaginu eins og aðrir. „Það hafa fleiri stofur verið að segja upp fólki. Það er samdráttur í þjóðfélaginu, það er alveg ljóst, og við þurfum að bregðast við því. Okkar aðalkostnaður er launakostnaður þannig að það er eina leiðin sem við getum brugðist við. Þetta er bara þannig bransi. Þegar það gengur vel þá stækka stofurnar og þegar það samdráttur þá minnka stofurnar,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Íslandsbanki var stór viðskiptavinur hjá Brandenburg en í síðustu viku var greint frá því að bankinn væri hættur föstu samstarfi um auglýsingar. Aðspurður hvort að það hafi haft áhrif, til dæmis í tengslum við uppsagnirnar, svarar Ragnar því játandi. „Að sjálfsögðu hefur það áhrif. Það eru sveiflur í þessu eins og öðru. Þegar stórir viðskiptavinir eru að færa sig þá myndast samdráttur hjá stofunum sem að skapar auðvitað líka tækifæri fyrir stærri kúnna, þegar losnar um einn þá er laust pláss fyrir annan.“Miklar áhyggjur af því ef RÚV fer af auglýsingamarkaði Ragnar segir að fólk í auglýsingabransanum hafi svo áhyggjur af því ef það á að fara að sauma enn frekar að bransanum, til dæmis með því að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Það verður mikið högg fyrir skapandi greinar, auglýsingastofur og framleiðslufyrirtæki. Þá má búast við enn frekari samdrætti í auglýsingabransanum. Stærri fyrirtæki og bara öll fyrirtæki eru ekki að fara að leggja út í sjónvarpsauglýsingar ef miðlunum er að fækka,“ segir Ragnar.Þú hefur ekki trú á því að þau færi sig yfir á Stöð 2, sporstöðvarnar eða sjónvarp símans? „Nei, erlendar rannsóknir sýna það bara að það mun færast til San Fransisco, það fer bara á Google, Facebook, samfélagsmiðla og netið. Eftir því sem ljósvakamiðlunum fækkar því færri kostir eru fyrir auglýsandann að réttlæta það að fara út í sjónvarpsauglýsingagerð og nýta þessa miðla. Það er stærsta áhyggjuefnið sem við stöndum frammi fyrir okkur núna. Ef RÚV verður tekið út af auglýsingamarkaði mun það þýða enn meiri samdrátt hjá auglýsingastofunum og framleiðslufyrirtækjunum sérstaklega sem skipta gríðarlega miklu máli. Þetta eru mörg störf og mikið af fólki sem er að vinna við kvikmyndagerð og erlenda kvikmyndagerð og byggja upp þekkingu á þessu sviði. Það væri alveg hrikalegt ef sá bransi leggst af hreinlega,“ segir Ragnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Markaðir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira