Gleðileg tímamót á vettvangi skapandi greina Jakob Frímann Magnússon skrifar 3. september 2019 07:00 Í gær var stigið tímamótaskref á Alþingi er samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða að viðurkenna höfundarrétt sem hvern annan eignarrétt þegar kemur að skattlagningu. Mestur vöxtur í atvinnulífi í heiminum er á sviði upplifunar og skapandi greina. Hugverkafólk um allan heim mun hér eftir horfa til Íslands sem framsækins og nútímalegs umhverfis fyrir skapandi greinar í ljósi þessarar nýju lagabreytingar og það er sérstaklega ánægjulegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skuli vera fyrst allra ríkisstjórna heims til að stíga þetta skref. Rétt er að taka fram að höfundarréttur hefur um áratuga skeið verið skilgreindur sem stjórnarskrárvarinn eignaréttur – nema gagnvart skattlagningu. Þannig hafa t.a.m. þeir sem leigja út hús eða íbúðir greitt 22% fjármagnstekjuskatt af leigutekjum sínum en eigendur eigna úr öðrum byggingarefnum s.s. orðum, tónum og myndum til þessa greitt mun hærri tekjuskatt af sínum leigutekjum og afnotagjöldum hvers konar. Það tók forsvarsmenn FTT, STEFs, SAMTÓNs, BÍL, Rithöfundasambandsins og fleiri rétthafasamtaka um aldarfjórðung að sannfæra stjórnvöld um að það stæðist ekki að leigutekjur og afnotagjöld af hugverkum skyldu bera u.þ.b. helmingi hærri skattprósentu en leigutekjur af annars konar eignum s.s. úr sementi, sandi og gleri. Við höfum komist nálægt því nokkrum sinnum að ná þessari sjálfsögðu leiðréttingu í gegn um þingið en á síðustu metrunum hafa lykilaðilar heykst á málinu eða brugðið fyrir það fæti. Þess vegna var því mjög fagnað af stétt okkar er núverandi ríkisstjórn kom þessu máli fyrir í stjórnarsáttmála sínum. Við fögnum því enn meir að staðið hafi verið við stóru orðin og óskum bæði ríkisstjórn, þingi og þjóð innilega til hamingju með þennan markverða áfanga sem við megum öll vera stolt af. Óhætt er að spá því að aðrar þjóðir muni taka til eftirbreytni það sem ríkisstjórn Íslands lét í gær af verða. Rétt er að þakka sérstaklega fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni fyrir atfylgi sitt við málið frá fyrstu tíð, sömuleiðis mennta- og menningarmálaráðherranum Lilju Dögg Alfreðsdóttur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni, þingmanninum Bryndísi Haraldsdóttur sem var talsmaður málsins f.h. ríkisstjórnarinnar og síðast enn ekki síst forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur, sérstökum unnanda skapandi greina. Til hamingju öll! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í gær var stigið tímamótaskref á Alþingi er samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða að viðurkenna höfundarrétt sem hvern annan eignarrétt þegar kemur að skattlagningu. Mestur vöxtur í atvinnulífi í heiminum er á sviði upplifunar og skapandi greina. Hugverkafólk um allan heim mun hér eftir horfa til Íslands sem framsækins og nútímalegs umhverfis fyrir skapandi greinar í ljósi þessarar nýju lagabreytingar og það er sérstaklega ánægjulegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skuli vera fyrst allra ríkisstjórna heims til að stíga þetta skref. Rétt er að taka fram að höfundarréttur hefur um áratuga skeið verið skilgreindur sem stjórnarskrárvarinn eignaréttur – nema gagnvart skattlagningu. Þannig hafa t.a.m. þeir sem leigja út hús eða íbúðir greitt 22% fjármagnstekjuskatt af leigutekjum sínum en eigendur eigna úr öðrum byggingarefnum s.s. orðum, tónum og myndum til þessa greitt mun hærri tekjuskatt af sínum leigutekjum og afnotagjöldum hvers konar. Það tók forsvarsmenn FTT, STEFs, SAMTÓNs, BÍL, Rithöfundasambandsins og fleiri rétthafasamtaka um aldarfjórðung að sannfæra stjórnvöld um að það stæðist ekki að leigutekjur og afnotagjöld af hugverkum skyldu bera u.þ.b. helmingi hærri skattprósentu en leigutekjur af annars konar eignum s.s. úr sementi, sandi og gleri. Við höfum komist nálægt því nokkrum sinnum að ná þessari sjálfsögðu leiðréttingu í gegn um þingið en á síðustu metrunum hafa lykilaðilar heykst á málinu eða brugðið fyrir það fæti. Þess vegna var því mjög fagnað af stétt okkar er núverandi ríkisstjórn kom þessu máli fyrir í stjórnarsáttmála sínum. Við fögnum því enn meir að staðið hafi verið við stóru orðin og óskum bæði ríkisstjórn, þingi og þjóð innilega til hamingju með þennan markverða áfanga sem við megum öll vera stolt af. Óhætt er að spá því að aðrar þjóðir muni taka til eftirbreytni það sem ríkisstjórn Íslands lét í gær af verða. Rétt er að þakka sérstaklega fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni fyrir atfylgi sitt við málið frá fyrstu tíð, sömuleiðis mennta- og menningarmálaráðherranum Lilju Dögg Alfreðsdóttur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni, þingmanninum Bryndísi Haraldsdóttur sem var talsmaður málsins f.h. ríkisstjórnarinnar og síðast enn ekki síst forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur, sérstökum unnanda skapandi greina. Til hamingju öll!
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun