Viðskipti innlent

Icelandair rær á önnur auglýsingamið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Icelandair hefur gengið til samninga við Hvíta húsið.
Icelandair hefur gengið til samninga við Hvíta húsið. Vísir/Vilhelm
Icelandair hefur ákveðið að slíta þriggja áratuga samstarfi sínu við Íslensku auglýsingastofuna. Að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins sem vísað er til á vef Túrista, var ákvörðun þess efnis tekin eftir leit starfsfólks Icelandair að tilboðum og hugmyndum á auglýsingamarkaðnum. Að endingu hafi verið ákveðið að ganga til samninga við auglýsingastofuna Hvíta húsið.Á vef Túrista er þessi ákvörðun sett í samhengi við ráðninguna á Gísla S. Brynjólfssyni, sem tók við sem markaðsstjóri Icelandair í vor. Hann var áður framkvæmdastjóri og einn eigenda Hvíta hússins.Sjá einnig: Frá Hvíta húsinu til IcelandairViðskipti Icelandair og Íslensku auglýsingastofunnar eru sögð hafa numið á annað hundrað milljóna króna á ári og flugfélagið því eftirsóttur viðskiptavinur á auglýsingamarkaði.Þetta eru ekki einu vendingarnar sem hafa orðið á auglýsingamarkaði á síðustu vikum. Þannig var greint frá því í gær að auglýsingastofan Brandenburg hafi ráðist í uppsagnir vegna samdráttar. Íslandsbanki var stór viðskiptavinur Brandenburg en bankinn er hættur föstu samstarfi um auglýsingar.


Tengdar fréttir

Upp­sagnir á aug­lýsinga­stofunni Branden­burg

Fjórum starfsmönnum var sagt upp störfum á auglýsingastofunni Brandenburg í liðinni viku. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg, segir fyrirtækið finna fyrir samdrætti í þjóðfélaginu eins og aðrir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
3,1
23
311.784
SIMINN
2,19
12
338.314
FESTI
2,17
21
348.540
BRIM
1,9
2
187
SJOVA
1,72
14
48.694

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,18
6
69.233
ORIGO
-0,66
1
966
REITIR
-0,2
4
42.828
SKEL
-0,12
4
58.890
EIK
0
3
62.564
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.