Viðskipti innlent

Icelandair rær á önnur auglýsingamið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Icelandair hefur gengið til samninga við Hvíta húsið.
Icelandair hefur gengið til samninga við Hvíta húsið. Vísir/Vilhelm

Icelandair hefur ákveðið að slíta þriggja áratuga samstarfi sínu við Íslensku auglýsingastofuna. Að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins sem vísað er til á vef Túrista, var ákvörðun þess efnis tekin eftir leit starfsfólks Icelandair að tilboðum og hugmyndum á auglýsingamarkaðnum. Að endingu hafi verið ákveðið að ganga til samninga við auglýsingastofuna Hvíta húsið.

Á vef Túrista er þessi ákvörðun sett í samhengi við ráðninguna á Gísla S. Brynjólfssyni, sem tók við sem markaðsstjóri Icelandair í vor. Hann var áður framkvæmdastjóri og einn eigenda Hvíta hússins.

Sjá einnig: Frá Hvíta húsinu til Icelandair

Viðskipti Icelandair og Íslensku auglýsingastofunnar eru sögð hafa numið á annað hundrað milljóna króna á ári og flugfélagið því eftirsóttur viðskiptavinur á auglýsingamarkaði.

Þetta eru ekki einu vendingarnar sem hafa orðið á auglýsingamarkaði á síðustu vikum. Þannig var greint frá því í gær að auglýsingastofan Brandenburg hafi ráðist í uppsagnir vegna samdráttar. Íslandsbanki var stór viðskiptavinur Brandenburg en bankinn er hættur föstu samstarfi um auglýsingar.


Tengdar fréttir

Upp­sagnir á aug­lýsinga­stofunni Branden­burg

Fjórum starfsmönnum var sagt upp störfum á auglýsingastofunni Brandenburg í liðinni viku. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg, segir fyrirtækið finna fyrir samdrætti í þjóðfélaginu eins og aðrir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,55
15
114.080
REGINN
1,72
20
295.203
SKEL
1,04
4
69.880
ICESEA
0,99
14
367.628
SJOVA
0,85
8
137.986

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,69
1
17.400
ICEAIR
-0,91
10
41.324
ORIGO
-0,8
5
16.128
VIS
-0,69
3
23.720
EIK
-0,69
11
341.177
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.