Handbolti

Ljónin höfðu betur í Íslendingaslag, átta íslensk mörk hjá Kristianstad og sigurganga Viggó heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Þór gerði fjögur mörk í kvöld.
Arnór Þór gerði fjögur mörk í kvöld. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen vann sex marka sigur á Bergrischer í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.Ljónin voru fjórum mörkum yfir í hálfleik og sigurinn var aldrei í hættu. Lokatölur 30-24 en staðan í hálfleik var 16-12.Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Bergrischer en tvö af þeim komu af vítalínunni. Ragnar Jóhannsson skoraði ekki mark. Bergrischer með þrjú stig af sex mögulegum.Alexander Petersson komst ekki á blað hjá Ljónunum sem eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina.Gísli Þorgeir Kristjánsson náði ekki að skora í þriggja marka sigri Kiel, 30-27, á Ludwigshafen. Markahæstur hjá Kiel var Niclas Ekberg með sjö mörk en Kiel hefur unnið fyrstu tvo leiki sína.Viggó Kristjánsson gerði tvö mörk fyrir Leipzig sem vann þriggja marka sigur á Stuttgart á heimavelli, 31-28, eftir að hafa verið 14-13 yfir í hálfleik.Leipzig er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.Silfurliðið í Svíþjóð, Kristianstad, vann sjö marka sigur á Lugi, 31-24, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.Kristianstad var 13-10 undir í hálfleik en spýtti heldur betur í lófana í síðari hálfleik. Ólafur Guðmundsson gerði fimm mörk og Teitur Örn Einarsson þrjú.Árni Bragi Eyjólfsson komst ekki á blað og Ólafur Gústafsson var ekki í hóp KIF Kolding sem tapaði 35-30 fyrir Árósum í dönsku úrvalsdeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.