Viðskipti innlent

Magnús Geir frá Mannlífi í Efstaleiti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Auk þeirra Magnúsar Geirs og Andra Yrkils er Hallgrímur Indriðason snúinn aftur úr leyfi við störf hjá Atlantshafsbandalaginu í Litháe.
Auk þeirra Magnúsar Geirs og Andra Yrkils er Hallgrímur Indriðason snúinn aftur úr leyfi við störf hjá Atlantshafsbandalaginu í Litháe. Vísir/Vilhelm

Ríkisútvarpið hefur bætt við sig reyndum fréttamanni á innlendu fréttadeildina. Magnús Geir Eyjólfsson hóf störf í Efstaleiti á mánudaginn.

Magnús Geir segist í samtali við Vísi skilja við Mannlíf í góðu. Menn skipti um starfsvettvang eins og gengur og gerist.

„Ég átti bara RÚV eftir svo það er fínt að loka hringnum,“ segir Magnús Geir í samtali við Vísi.

Hann var önnum kafinn á Þróttaravellinum í Laugardal þar sem hann gegnir stöðu vallarþular. Hans konur leiddu 2-0 gegn FH þegar innan við stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Magnús Geir var því í góðum gír.

Magnús Geir tók við fréttastjórastarfinu hjá Mannlífi fyrir tæpu ári. Magnús starfaði áður sem upplýsingafulltrúi NATO í Georgíu á vegum Íslensku friðargæslunnar. Þar áður starfaði hann á fjölmiðlum samfleytt í tíu ár. Fjögur ár sem ritstjóri Eyjan.is og þar áður sem blaða/fréttamaður á Pressunni, Stöð 2 og Blaðinu.

Auk Magnúsar Geirs er Andri Yrkill Valsson, sem hefur starfað sem blaðamaður í almennum fréttum og íþróttum á Morgunblaðinu, kominn til starfa á fréttadeildinni.

Roald Viðar Eyvindsson verður eftir sem áður útgáfurstjóri Mannlífs.

Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Magnús Geir hefði verið ritstjóri Mannlífs. Hann var fréttastjóri þess.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.