Engin miskunn hjá Magnúsi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 9. september 2019 14:22 Félagsbústaðir hafa nýlega gert þær breytingar að skuldir sem til verða hjá leigjendum eru sendar í innheimtu til þriðja aðila. Fram til þessa hafa leigjendur getað samið um greiðsludreifingu á skrifstofu félagsins. Nú hafa Félagsbústaðir fallið frá samkomulagi um greiðsludreifingu og greiðslufresti á skrifstofu félagsins. Þetta veldur mér sem borgarfulltrúa áhyggjum. Félagsbústaðir eru í eigu borgarinnar, settir á laggirnar til að halda utan um okkar verst settu borgarbúa. Enginn leikur sér að því að standa ekki við skuldbindingar sínar. Leigjendur Félagsbústaða sem skulda leigu eru uggandi og kvíða því að þurfa að glíma við innheimtulögfræðinga í stað þess að geta samið um skuld sína við skrifstofuna. Engu máli skiptir hvort skuldin er stór eða smá. Dæmi er um að mánaðardráttur á greiðslu leiði til þess að þriðja aðila, Motus, sé falin innheimta með tilheyrandi kostnaði.Leigjendur eru viðkvæmur hópur með lítið milli handanna Margir leigjendur Félagsbústaða eru fjárhagslega aðþrengdir. Fólk sem reglulega hefur staðið í skilum en lendir í greiðsluerfiðleikum vegna óvæntra atvika, t.d. veikinda, verður nú fyrir kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum. Það er umhugsunarefni að Félagsbústaðir skuli beina leigjendum sem skulda til lögfræðinga frekar en að gefa þeim kost á að semja við skrifstofuna. Þegar skuld er komin í innheimtu þá bætast fljótt við dráttarvextir sé hún ekki greidd. Það gerir stöðu skuldarans enn erfiðari og dregur úr líkum þess að hann geti greitt skuldina. Vissulega er boðið upp á greiðsludreifingu en það getur skrifstofan allt eins gert og hefur gert í gegnum tíðina. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu um að þessu verði snúið til baka og að Félagsbústaðir haldi sjálfir utan um greiðsludreifingu leiguskulda hjá leigjendum sínum. Innheimtuþjónusta lögfræðinga er kostnaðarsöm, ekki aðeins fyrir leigjendur heldur einnig fyrir Félagsbústaði. Fyrsta hugsun hjá fyrirtæki eins og Félagsbússtöðum ætti að snúast um hag og líðan leigjendanna. Allt regluverk þarf að vera manneskjulegt, sanngjarnt og taka mið af aðstæðum hvers og eins. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Félagsbústaðir hafa nýlega gert þær breytingar að skuldir sem til verða hjá leigjendum eru sendar í innheimtu til þriðja aðila. Fram til þessa hafa leigjendur getað samið um greiðsludreifingu á skrifstofu félagsins. Nú hafa Félagsbústaðir fallið frá samkomulagi um greiðsludreifingu og greiðslufresti á skrifstofu félagsins. Þetta veldur mér sem borgarfulltrúa áhyggjum. Félagsbústaðir eru í eigu borgarinnar, settir á laggirnar til að halda utan um okkar verst settu borgarbúa. Enginn leikur sér að því að standa ekki við skuldbindingar sínar. Leigjendur Félagsbústaða sem skulda leigu eru uggandi og kvíða því að þurfa að glíma við innheimtulögfræðinga í stað þess að geta samið um skuld sína við skrifstofuna. Engu máli skiptir hvort skuldin er stór eða smá. Dæmi er um að mánaðardráttur á greiðslu leiði til þess að þriðja aðila, Motus, sé falin innheimta með tilheyrandi kostnaði.Leigjendur eru viðkvæmur hópur með lítið milli handanna Margir leigjendur Félagsbústaða eru fjárhagslega aðþrengdir. Fólk sem reglulega hefur staðið í skilum en lendir í greiðsluerfiðleikum vegna óvæntra atvika, t.d. veikinda, verður nú fyrir kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum. Það er umhugsunarefni að Félagsbústaðir skuli beina leigjendum sem skulda til lögfræðinga frekar en að gefa þeim kost á að semja við skrifstofuna. Þegar skuld er komin í innheimtu þá bætast fljótt við dráttarvextir sé hún ekki greidd. Það gerir stöðu skuldarans enn erfiðari og dregur úr líkum þess að hann geti greitt skuldina. Vissulega er boðið upp á greiðsludreifingu en það getur skrifstofan allt eins gert og hefur gert í gegnum tíðina. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu um að þessu verði snúið til baka og að Félagsbústaðir haldi sjálfir utan um greiðsludreifingu leiguskulda hjá leigjendum sínum. Innheimtuþjónusta lögfræðinga er kostnaðarsöm, ekki aðeins fyrir leigjendur heldur einnig fyrir Félagsbústaði. Fyrsta hugsun hjá fyrirtæki eins og Félagsbússtöðum ætti að snúast um hag og líðan leigjendanna. Allt regluverk þarf að vera manneskjulegt, sanngjarnt og taka mið af aðstæðum hvers og eins. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun