Öskrið í skóginum Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. ágúst 2019 08:00 Hversu ryðgaður ætli maður sé orðinn á sálinni þegar maður finnur sig knúinn til þess að sanna tilvist sína, ágæti og siðferðis- og vitsmunalega yfirburði fyrir sjálfum sér og öðrum með reglulegum upphrópunum og æðisköstum á samfélagsmiðlum? Getur mögulega verið að lífið sé merkilegra og skemmtilegra en svo að ekki sé hægt að finna eitthvað innihaldsríkara til að æðrast yfir en mauksoðið og grátt grænmeti? Innflutt beljukjöt, skattsvik áhrifavalda, óð freðinna „fyrirmynda“ um ágæti fíkniefna, óverðskulduð ofurlaun landeyða og alla heimsins hörðu orkupakka frá einum upp sjötíu og sjö? Taktfastur nettryllingur minnir mig stundum á Halla gamla sem vann með mér á bensínstöðinni. Eftir að úttaugaðir viðskiptaóvinir okkar höfðu lokið við að úða úr forarvilpum sálna sinna yfir varnarlausa verkamennina sagði hann bara: „Aumingja fólkið.“ Hlýtur að vera allt annað líf að vinna á bensínstöð eftir að Facebook kom til sögunar þótt við hefðum nú ekkert tekið djöfulganginn nærri okkur. Ekkert frekar en góð vinkona mín sem kemur reglulega við kaunin á alvitringakór allra heilagra þannig að hún er stundum tjörguð og fiðruð á samfélagsmiðlum. Hún hefur nefnilega ekki hugmynd um þær nornabrennur vegna þess að hún hefur hreiðrað notalega um sig í 19. öldinni með Dickens og Tjækovskí þannig að hún heyrir ekki hávaðann frá þessum tannhjólum í vítisvélum vorra tíma. Þessi ofsafengna og yfirlætisfulla síbylja er þegar allt kemur til alls ekkert merkilegri eða marktækari en tréð sem féll í mannlausa skóginum í vöggu vestrænnar menningar til forna og heyrist ekki ef maður heldur sig í öruggri fjarlægð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hversu ryðgaður ætli maður sé orðinn á sálinni þegar maður finnur sig knúinn til þess að sanna tilvist sína, ágæti og siðferðis- og vitsmunalega yfirburði fyrir sjálfum sér og öðrum með reglulegum upphrópunum og æðisköstum á samfélagsmiðlum? Getur mögulega verið að lífið sé merkilegra og skemmtilegra en svo að ekki sé hægt að finna eitthvað innihaldsríkara til að æðrast yfir en mauksoðið og grátt grænmeti? Innflutt beljukjöt, skattsvik áhrifavalda, óð freðinna „fyrirmynda“ um ágæti fíkniefna, óverðskulduð ofurlaun landeyða og alla heimsins hörðu orkupakka frá einum upp sjötíu og sjö? Taktfastur nettryllingur minnir mig stundum á Halla gamla sem vann með mér á bensínstöðinni. Eftir að úttaugaðir viðskiptaóvinir okkar höfðu lokið við að úða úr forarvilpum sálna sinna yfir varnarlausa verkamennina sagði hann bara: „Aumingja fólkið.“ Hlýtur að vera allt annað líf að vinna á bensínstöð eftir að Facebook kom til sögunar þótt við hefðum nú ekkert tekið djöfulganginn nærri okkur. Ekkert frekar en góð vinkona mín sem kemur reglulega við kaunin á alvitringakór allra heilagra þannig að hún er stundum tjörguð og fiðruð á samfélagsmiðlum. Hún hefur nefnilega ekki hugmynd um þær nornabrennur vegna þess að hún hefur hreiðrað notalega um sig í 19. öldinni með Dickens og Tjækovskí þannig að hún heyrir ekki hávaðann frá þessum tannhjólum í vítisvélum vorra tíma. Þessi ofsafengna og yfirlætisfulla síbylja er þegar allt kemur til alls ekkert merkilegri eða marktækari en tréð sem féll í mannlausa skóginum í vöggu vestrænnar menningar til forna og heyrist ekki ef maður heldur sig í öruggri fjarlægð.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun