Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Sveinn Arnarsson skrifar 30. ágúst 2019 08:45 Virkjun HS Orku í Svartsengi. Fréttablaðið/Ernir Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Reynir Jóhannsson, fjármálastjóri félagsins, einnig láta af störfum. Þá hafa einnig orðið breytingar á stjórninni en heimildir blaðsins herma að Gylfi Árnason, sem nýverið var skipaður stjórnarformaður, hafi sagt sig úr stjórninni í lok síðustu viku ásamt Önnu Skúladóttur. Í stað þeirra koma Bjarni Þórður Bjarnason og Ingunn Agnes Kro og hefur Bjarni Þórður verið skipaður stjórnarformaður. Þau voru áður varamenn í stjórninni. Ásgeir segir að starfslok hans tengist nýjum áherslum eigenda HS Orku og hafi ekkert með málefni Hvalárvirkjunar að gera. Miklar deilur hafa staðið um framkvæmdina sem VesturVerk, dótturfélag HS Orku, vinnur að. „Nýr forstjóri mun taka við góðu búi, fram undan eru mikilvæg og umfangsmikil verkefni svo sem að ljúka framkvæmdum og gangsetja Brúarvirkjun, framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar um 30 MW og endurnýjun og stækkun í orkuveri félagsins í Svartsengi,“ segir Ásgeir. Hann mun gegna starfinu áfram á meðan leitað er að nýjum framkvæmdastjóra. Jarðvarmi, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, á helmingshlut í HS Orku á móti félaginu Magma Energy Sweden. Sá hlutur er í stýringu hjá breska sjóðastýringarfélaginu Ancala Partners. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vistaskipti Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Reynir Jóhannsson, fjármálastjóri félagsins, einnig láta af störfum. Þá hafa einnig orðið breytingar á stjórninni en heimildir blaðsins herma að Gylfi Árnason, sem nýverið var skipaður stjórnarformaður, hafi sagt sig úr stjórninni í lok síðustu viku ásamt Önnu Skúladóttur. Í stað þeirra koma Bjarni Þórður Bjarnason og Ingunn Agnes Kro og hefur Bjarni Þórður verið skipaður stjórnarformaður. Þau voru áður varamenn í stjórninni. Ásgeir segir að starfslok hans tengist nýjum áherslum eigenda HS Orku og hafi ekkert með málefni Hvalárvirkjunar að gera. Miklar deilur hafa staðið um framkvæmdina sem VesturVerk, dótturfélag HS Orku, vinnur að. „Nýr forstjóri mun taka við góðu búi, fram undan eru mikilvæg og umfangsmikil verkefni svo sem að ljúka framkvæmdum og gangsetja Brúarvirkjun, framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar um 30 MW og endurnýjun og stækkun í orkuveri félagsins í Svartsengi,“ segir Ásgeir. Hann mun gegna starfinu áfram á meðan leitað er að nýjum framkvæmdastjóra. Jarðvarmi, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, á helmingshlut í HS Orku á móti félaginu Magma Energy Sweden. Sá hlutur er í stýringu hjá breska sjóðastýringarfélaginu Ancala Partners.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vistaskipti Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30