Formúla 1

Lést eftir árekstur í Formúlu 2

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anthoine Hubert fyrr á keppnistímabilinu.
Anthoine Hubert fyrr á keppnistímabilinu. vísir/getty

Hætt var við Formúlu 2 keppni í Belgíu í dag eftir alvarlegan árekstur. Keppnin var fyrst um sinn stöðvuð tímabundið en síðar var ákveðið að hefja ekki keppni á nýjan leik.

Strax á öðrum hring lentu þeir Anthoine Hubert frá BTW Arden og Juan Manuel Correa frá Saube Junior í ansi harkalegum árekstri.

Þegar Correa var náð út úr bílnum var hann á hvolfi en síðar var greint frá því að Hubert hefði látist í árekstrinum.

Áreksturinn átti sér stað á hinu fræga Eau Rouge horni á brautinni þar sem keppendur ná allt að 250 kílómetra hraða.

Huibert var einungis 22 ára gamall og hafði verið hluti af GP3 og Grand Prix áður en hann byrjaði að keppa í formúlunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.