Rafíþróttir, börn og heilbrigð nálgun Arnar Hólm Einarsson skrifar 31. ágúst 2019 23:35 Nú þegar orðræðan í garð tölvuleikja er farin að breytast og við erum farin að heyra orðið rafíþróttir æ oftar langar mig að deila nokkrum punktum sem gætu reynst þér og þínum vel. Spurningar á borð við: á ekki bara að banna Fortnite? Hvað mega krakkarnir spila lengi? Hver á skjátími barna að vera? Ásamt fleirum í sama dúr hafa birst í ófáum Facebook hópum og skiljanlega eru foreldrar að leita svara og leiða til að bjarga börnum sínum frá tölvufíkn. En í þessu eins og hverju öðru í lífinu gildir það að það eru engar flýtileiðir (e. shortcuts). Það er engin lausn að banna Fortnite eða aðra tölvuleiki. En hvað í ósköpunum getum við gert? Jú sem mikilvægir fullorðnir einstaklingar (foreldrar, frændur, frænkur, fyrirmyndir, starfsfólk í nærumhverfi) í lífi marga barna, er það undir okkur komið að búa til heilbrigðan farveg og umhverfi þar sem þeir einstaklingar sem sækja mikið í tölvuna geta notið sín. Þar sem tölvuleikjafíkn er tiltölulega nýlega komin fram á sjónarsviðið, þá langar mig að leggja mitt af mörkum sem fullorðinn “spilari” (e. gamer) og gera mitt besta til að hjálpa ykkur sem vitið ekki í hvorn fótinn á að stíga, þegar kemur að tölvuleikjaspilun þeirra sem þið elskið.1. Setjum rafrænan útivistartíma.Hvað í ósköpunum er það? jú það er þegar við sem foreldrar “samstillum” (.e sync) okkur við foreldra vina barnanna okkar og setjum í sameiningu, með börnunum okkar, reglur um tölvuleikina. Við gefum ekki hverju barni x mikinn spilatíma og vinirnir þræða síðan hvert heimilið á fætur öðru og klára tölvutímann hjá hverjum og einum, heldur setjum við dæmið upp þannig að á milli kl x til x mega börnin spila ef þau eru búin að t.d. læra, næra sig, fara á æfingu eða ljúka tilfallandi verkefnum í lífi hvers og eins.2. Hvenær erum við að spila tölvuleikiRæðið við börnin ykkar og takið eftir því sjálf hvenær barnið sækir mest í að spila tölvuleiki, er það þegar barnið er glatt, þegar því líður ekki vel, eða þarna einhverstaðar mitt á milli. Er það þegar mamma og pabbi hafa ekki tíma fyrir mig? Þetta gefur okkur góða hugmynd um hvort inngrip sé nauðsynlegt. Reynum að hafa umhverfið þannig upp að barnið sé að spila þegar það er með vinum sínum, því líður vel og er hamingjusamt. Grípum inn í ef barnið er að spila þegar því líður illa, eða er einmanna. Það skapar mun heilbrigðara umhverfi og verður árangursríkara fyrir alla aðila.3. Hvað má barnið spila lengi? Það er gullna spurningin sem ekki er hægt að svara í pistli sem þessum, með ákveðnum stöðluðum tíma, miðað við aldur barns. En ég mæli með að skoða hvernig barnið spilar tölvuleiki. Er barnið að sækja í félagsskap í gegnum tölvuna, vegna þess að það er ekki í skipulögðu frístundastarfi? Er það að drepa tímann á milli æfinga? Er það að spila þegar það er búið að borða, læra, æfa og taka til í herberginu sínu? Við erum öll mismunandi, við þurfum að finna jafnvægi fyrir hvert og eitt okkar. Pössum okkur að gera ekki lítið úr þeim félagslega þætti sem fylgir því að spila tölvuleiki og ef þetta er sá þáttur sem stuðlar að mestri félagslegri virkni barnsins, hvað gerum við þá? Bjóðum vinunum yfir í “lan”, búum til hollan og góðan kvöldmat fyrir þau, höldum sykri og orkudrykkjum í lágmarki, drekkum vatn, förum í sund, laser tag, bíó, billiard, skemmtigarðinn, fótboltagolf, folf (frisbee golf), hjólum, fjallgöngu, axarkast, sjósund, smíðum kofa og það má jafnvel búa til okkar eigin útgáfu af tölvuleiknum í formi útileiks. Gerum okkar allra besta til að búa til heilbrigt umhverfi og nýta áhugamálið/tölvuleiki sem tól til þess.4. Búum ekki til vandamál að óþarfuÞetta er afar mikilvægur punktur og það kemur mjög oft upp, að foreldrar hafi áhyggjur af börnunum sínum vegna tölvuleikjaspilunar. Í mörgum tilfellum eru börnin samt sem áður að standa sig vel í skóla, eru að stunda íþróttir af kappi, hafa félagslíf, fara að sofa á skikkanlegum tíma og okkur finnst þau samt spila of mikla tölvuleiki. Ef þau væru ekki í tölvuleik væri afþreying mjög líklega í formi skjátíma hjá krökkum á þessum aldri, og eru samfélagsmiðlarnir betri vettvangur? ég veit það ekki en pælið í því.5. Viðurkennum tölvuleiki sem áhugamálÞetta er gríðarlega mikilvægt, því vandamálið er í mörgum tilfellum hjá okkur fullorðna fólkinu, því við vitum ekki betur. Við höfum ekki skilning á tölvuleikjum, höfum ekki áhuga á því að heyra hvað barninu okkar gengur vel í tölvuleiknum, eða hvað það er að gera, eða með hverjum það er að spila. Sinnum þessu áhugamáli barnanna okkar, sýnum áhuga, hvetjum það áfram eins og í öðrum íþróttum til að gera vel, að vera besta útgáfan af sjálfum sér sama hvort það sé í stafrænum heimi eða á plánetunni jörð. Höfundur þessarar greinar er Arnar Hólm Einarsson, eigandi Rafíþróttaskólans og yfirþjálfari Rafíþróttadeildar Ármanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafíþróttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar orðræðan í garð tölvuleikja er farin að breytast og við erum farin að heyra orðið rafíþróttir æ oftar langar mig að deila nokkrum punktum sem gætu reynst þér og þínum vel. Spurningar á borð við: á ekki bara að banna Fortnite? Hvað mega krakkarnir spila lengi? Hver á skjátími barna að vera? Ásamt fleirum í sama dúr hafa birst í ófáum Facebook hópum og skiljanlega eru foreldrar að leita svara og leiða til að bjarga börnum sínum frá tölvufíkn. En í þessu eins og hverju öðru í lífinu gildir það að það eru engar flýtileiðir (e. shortcuts). Það er engin lausn að banna Fortnite eða aðra tölvuleiki. En hvað í ósköpunum getum við gert? Jú sem mikilvægir fullorðnir einstaklingar (foreldrar, frændur, frænkur, fyrirmyndir, starfsfólk í nærumhverfi) í lífi marga barna, er það undir okkur komið að búa til heilbrigðan farveg og umhverfi þar sem þeir einstaklingar sem sækja mikið í tölvuna geta notið sín. Þar sem tölvuleikjafíkn er tiltölulega nýlega komin fram á sjónarsviðið, þá langar mig að leggja mitt af mörkum sem fullorðinn “spilari” (e. gamer) og gera mitt besta til að hjálpa ykkur sem vitið ekki í hvorn fótinn á að stíga, þegar kemur að tölvuleikjaspilun þeirra sem þið elskið.1. Setjum rafrænan útivistartíma.Hvað í ósköpunum er það? jú það er þegar við sem foreldrar “samstillum” (.e sync) okkur við foreldra vina barnanna okkar og setjum í sameiningu, með börnunum okkar, reglur um tölvuleikina. Við gefum ekki hverju barni x mikinn spilatíma og vinirnir þræða síðan hvert heimilið á fætur öðru og klára tölvutímann hjá hverjum og einum, heldur setjum við dæmið upp þannig að á milli kl x til x mega börnin spila ef þau eru búin að t.d. læra, næra sig, fara á æfingu eða ljúka tilfallandi verkefnum í lífi hvers og eins.2. Hvenær erum við að spila tölvuleikiRæðið við börnin ykkar og takið eftir því sjálf hvenær barnið sækir mest í að spila tölvuleiki, er það þegar barnið er glatt, þegar því líður ekki vel, eða þarna einhverstaðar mitt á milli. Er það þegar mamma og pabbi hafa ekki tíma fyrir mig? Þetta gefur okkur góða hugmynd um hvort inngrip sé nauðsynlegt. Reynum að hafa umhverfið þannig upp að barnið sé að spila þegar það er með vinum sínum, því líður vel og er hamingjusamt. Grípum inn í ef barnið er að spila þegar því líður illa, eða er einmanna. Það skapar mun heilbrigðara umhverfi og verður árangursríkara fyrir alla aðila.3. Hvað má barnið spila lengi? Það er gullna spurningin sem ekki er hægt að svara í pistli sem þessum, með ákveðnum stöðluðum tíma, miðað við aldur barns. En ég mæli með að skoða hvernig barnið spilar tölvuleiki. Er barnið að sækja í félagsskap í gegnum tölvuna, vegna þess að það er ekki í skipulögðu frístundastarfi? Er það að drepa tímann á milli æfinga? Er það að spila þegar það er búið að borða, læra, æfa og taka til í herberginu sínu? Við erum öll mismunandi, við þurfum að finna jafnvægi fyrir hvert og eitt okkar. Pössum okkur að gera ekki lítið úr þeim félagslega þætti sem fylgir því að spila tölvuleiki og ef þetta er sá þáttur sem stuðlar að mestri félagslegri virkni barnsins, hvað gerum við þá? Bjóðum vinunum yfir í “lan”, búum til hollan og góðan kvöldmat fyrir þau, höldum sykri og orkudrykkjum í lágmarki, drekkum vatn, förum í sund, laser tag, bíó, billiard, skemmtigarðinn, fótboltagolf, folf (frisbee golf), hjólum, fjallgöngu, axarkast, sjósund, smíðum kofa og það má jafnvel búa til okkar eigin útgáfu af tölvuleiknum í formi útileiks. Gerum okkar allra besta til að búa til heilbrigt umhverfi og nýta áhugamálið/tölvuleiki sem tól til þess.4. Búum ekki til vandamál að óþarfuÞetta er afar mikilvægur punktur og það kemur mjög oft upp, að foreldrar hafi áhyggjur af börnunum sínum vegna tölvuleikjaspilunar. Í mörgum tilfellum eru börnin samt sem áður að standa sig vel í skóla, eru að stunda íþróttir af kappi, hafa félagslíf, fara að sofa á skikkanlegum tíma og okkur finnst þau samt spila of mikla tölvuleiki. Ef þau væru ekki í tölvuleik væri afþreying mjög líklega í formi skjátíma hjá krökkum á þessum aldri, og eru samfélagsmiðlarnir betri vettvangur? ég veit það ekki en pælið í því.5. Viðurkennum tölvuleiki sem áhugamálÞetta er gríðarlega mikilvægt, því vandamálið er í mörgum tilfellum hjá okkur fullorðna fólkinu, því við vitum ekki betur. Við höfum ekki skilning á tölvuleikjum, höfum ekki áhuga á því að heyra hvað barninu okkar gengur vel í tölvuleiknum, eða hvað það er að gera, eða með hverjum það er að spila. Sinnum þessu áhugamáli barnanna okkar, sýnum áhuga, hvetjum það áfram eins og í öðrum íþróttum til að gera vel, að vera besta útgáfan af sjálfum sér sama hvort það sé í stafrænum heimi eða á plánetunni jörð. Höfundur þessarar greinar er Arnar Hólm Einarsson, eigandi Rafíþróttaskólans og yfirþjálfari Rafíþróttadeildar Ármanns.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar